Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Side 34
Lög kunna að veita stjórnvöldum heimild til þess að taka ákvarðanir um
beitingu úrræða í stjómsýslumáli sem em í eðli sínu og að inntaki nátengd
eiginlegum refsingum, sbr. 1. mgr. 31. gr. hgl., eða refsikenndum viðurlögum,
sbr. VII. kafli hgl. Sem dæmi má nefna álagningu stjórnvaldssekta af hálfu
samkeppnisráðs, sbr. 51. og 52. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993, sbr. nú 16. og
17. gr. laga nr. 107/2000, sjá t.d. H 30. október 2003, nr. 37/2003 (grænmetis-
mál,) H 19. febrúar 2004, nr. 323/2003 (Skífan hf.) og til hliðsjónar MDE,
Société Stenuit gegn Frakklandi 24. febrúar 1992, sjá ákvörðun MNE frá 11.
júlí 1989. Einnig má benda á ákvörðun skattstjóra um að bæta álagi við áætlaða
eða vantalda skattstofna, sbr. 108. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og
eignarskatt, sjá hér til hliðsjónar framangreindan dóm MDE, Vástberga Taxi
Aktiebolag og Vulic gegn Svíþjóð frá 23. júlí 2002.
í H 30. október 2003, nr. 37/2003 (grænmetismál), var fyrirtækjunum S, B
og M gert að greiða samtals 47 milljónir króna í stjórnvaldssektir á grundvelli
þágildandi ákvæða 1. og 2. mgr. 52. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993.54 í dómi
Hæstaréttar var með vísan til forsendna héraðsdóms staðfest niðurstaða hans
um röksemdir áfrýjunamefndar samkeppnismála í úrskurði hennar í máli fyrir-
tækjanna „og þau lagasjónarmið um beitingu og túlkun 52. gr. laganna, sem þar
komu fram“. I dómi héraðsdóms sagði m.a. svo:
Áfrýjunamefnd byggði sektarákvörðun á 52. gr. samkeppnislaga, eins og hún var orðuð
fyrir gildistöku laga nr. 107/2000.... Áfrýjunamefndin leit svo á, að þessum ákvæðum
væri fyrst og fremst ætlað að hafa [vamaðaráhrif]. Við ákvörðun viðurlaga bæri fyrst
og ffemst að líta til þess, hversu alvarleg brot væru og þess skaða sem þau hefðu valdið.
Þá skyldi litið til stærðar hinna brotlegu fyrirtækja, þess tíma sem brot hafi varað og
54 Þágildandi 1. og 2. mgr. 52. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 vom svohljóðandi: 1. mgr. „Sam-
keppnisráð getur lagt stjómvaldssektir á fyrirtæki eða samtök fyrirtækja sem brjóta gegn bann-
ákvæðum laga þessara eða ákvörðunum sem teknar hafa verið samkvæmt þeim, sbr. IV. og V. kafla
laga þessara, nema brotið teljist óverulegt eða af öðmm ástæðum sé ekki talin þörf á slíkum sektum
til að stuðla að og efla virka samkeppni. Við ákvörðun sekta skal hafa hliðsjón af eðli og umfangi
samkeppnishamlna og hvað þær hafa staðið lengi. Sektimar renna í ríkissjóð“. 2. mgr. „Við ákvörð-
un stjómvaldssekta skv. 1. mgr. skal tekið tillit til þess skaða sem samkeppnishömlumar hafa valdið
og þess ávinnings sem þær hafa haft í för með sér. Sektir geta numið frá 50 þúsundum til 40 millj-
óna króna, en þó allt að 10% af veltu sl. almanaksárs af þeirri starfsemi sem í hlut á hjá hverju
fyrirtæki eða samtökum fyrirtækja sem aðild eiga að samkeppnishömlunum ef sannanlegur ábati
þeirra af broti gegn samkeppnisreglum laga þessara hefur numið hærri fjárhæð en 40 milljónum
króna“. Ákvæði 1. og 2. mgr. 52. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 em nú svohljóðandi, sbr. 17. gr.
laga nr. 107/2000: 1. mgr. „Samkeppnisráð leggur stjómvaldssektir á fyrirtæki eða samtök fyrir-
tækja sem brjóta gegn bannákvæðum laga þessara eða ákvörðunum sem teknar hafa verið sam-
kvæmt þeim, sbr. IV. og V. kafla laga þessara, nema brotið teljist óverulegt eða af öðrum ástæðum
sé ekki talin þörf á slflcum sektum til að stuðla að og efla virka samkeppni. Við ákvörðun sekta skal
hafa hliðsjón af eðli og umfangi samkeppnishamlna og hvað þær hafa staðið lengi. Sektimar renna
til ríkissjóðs". 2. mgr. „Sektir geta numið frá 50 þús. kr. til 40 millj. kr. eða meira, en sektin skal þó
ekki vera hærri en sem nemur 10% af veltu sfðasta almanaksárs hjá hverju því fyrirtæki eða sam-
tökum fyrirtækja sem aðild eiga að samkeppnishömlunum. Við ákvörðun fjárhæðar sektar getur
samkeppnisráð m.a. haft hliðsjón af samstarfsvilja hins brotlega fyrirtækis".
28