Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Side 61
vikum er félagið laust allra mála ef ætla má að það hefði ekki tekið á sig trygg-
inguna ef það hefði haft rétta vitneskju um málavexti. Við aðrar tryggingar en
sjótryggingar og aðrar flutningatryggingar gildir pro rata regla þannig að megi
ætla að félagið hefði tekið trygginguna á sig, en með öðrum kjörum eða að það
hefði endurtryggt áhættu sína, þá lækka bætur til vátryggðs í hlutfalli við það.
I sjótryggingum og öðrum flutningatryggingum gildir hins vegar orsakaregla,
þannig að félagið ábyrgist aðeins að þeim mun, sem sannað verður að atvik þau
er rangt var skýrt frá hafi engin áhrif haft á það að vátryggingaratburðurinn
gerðist eða hversu mikið tjón varð.
17. gr. VSL er fjallað um þau tilvik þegar vátryggingartaki vanrækir í vondri
trú að skýra frá atvikum sem skiptu máli fyrir félagið. Hefur það sömu áhrif og
rangar upplýsingar samkvæmt 6. gr. laganna ef um stórkostlegt gáleysi af hálfu
vátryggingartaka var að ræða.12
I 8. og 9. gr. VSL er fjallað um tilkynningaskyldu félagsins um að það vilji
bera fyrir sig rangar upplýsingar skv. 5.-7. gr. laganna og áhrif vitneskju félags-
ins um rétta málavexti þegar vátryggingartaki hefur gefið rangar upplýsingar.
Ekki er ástæða til að fjalla frekar um þessar greinar hér.
Samkvæmt 1. mgr. 10. gr. VSL eru 5. og 7.-9. gr. laganna ófrávíkjanlegar.13
Samkvæmt 2. mgr. 10. gr. VSL getur félagið ekki undanskilið sig ábyrgð vegna
rangra upplýsinga þriðja manns í ríkari mæli en ella. Regla 3. mgr. 10. gr. VSL
er að öllum líkindum sú sem hvað mestum vandkvæðum hefur valdið við af-
mörkun gildissviðs ófrávíkjanlegra reglna VSL. Samkvæmt henni getur félag-
ið ekki náð betri stöðu gagnvart vátryggðum en ella, eftir reglum VSL um rang-
ar upplýsingar við samningsgerð, með því að láta ógert að leita upplýsinga hjá
vátryggingartaka um tiltekin atvik, en lýsa þeim þess í stað í vátryggingarskír-
teininu og áskilja sér að vera laust úr ábyrgð ef sú lýsing reynist röng. Hafi vá-
tryggingartaki verið í góðri trú um réttmæti atvika þeirra sem lýst var í skírtein-
inu getur félagið m.ö.o. ekki losnað úr ábyrgð, sbr. 1. mgr. 5. gr. VSL.14
2.3 Vátryggingaratburðinum valdið af ásetningi eða gáleysi
í 18.-20. gr. VSL er fjallað um áhrif þess á réttarstöðu vátryggðs að vátrygg-
ingaratburðinum er valdið af ásetningi eða gáleysi.15 Samkvæmt 1. mgr. 18. gr.
12 Lyngs0 telur 7. gr. FAL hafa litla þýðingu þegar notuð eru stöðluð samningseyðublöð við töku
tryggingar og að ekki skuli túlka greinina eftir orðanna hljóðan, sbr. Lyngsb, (1994), bls. 107-109.
Sömu skoðun má sjá í NOU 1983:56, bls. 77.
13 Þrátt fyrir orðalag 1. mgr. 10. gr. VSL getur félagið borið fyrir sig ákvæði í skilmálum sem veit-
ir vátryggingartaka eða vátryggðum betri rétt en nefnd ákvæði, sbr. Lyngsb, (1992), bls. 77.
14 Drachmann Bentzon og Christensen: Lov om forsikringsaftaler 1. hluti. 2. útgáfa (1952), bls.
47-48 og Lyngs0, (1994), bls. 132. Um rangar upplýsingar við samningsgerð sjá nánar Selmer:
Forsikringsrett (1986), bls. 147 og áfram; Sprensen: Forsikringsret (2002), bls. 170 og áfram og
Lyngsp, (1994), bls. 104 og áfram.
15 Um áhrif ásetnings- eða vangáratferlis þriðja manns verður ekki rætt sérstaklega í þessari rit-
gerð, nema að hvaða marki félaginu verður talið heimilt að kveða á um samsömun (identifikation)
f skilmálum. Verður það rætt í kafla 4.13.
55