Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Síða 67

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Síða 67
3.2 Nánar um viðfangsefnið Aðgreining þeirra ábyrgðartakmarkana, sem félagið hefur fullt frelsi til að semja um og bera fyrir sig eftir orðanna hljóðan, frá þeim er skýra ber með hlið- sjón af ófrávíkjanlegum reglum VSL er að mati margra eitt erfiðasta úrlausnar- efni vátryggingaréttar.46 Eins og nánar verður rakið hér á eftir gera fræðimenn almennt ráð fyrir í þessu tilliti að félaginu sé alfarið frjálst að afmarka (og þannig takmarka) gegn hvaða áhœttu það tryggir. Þetta er eðlileg regla, enda er ákvörðun um þá áhættu sem tryggt er gegn slíkur grundvallarþáttur hverrar tryggingar að jafna má henni við ákvörðun um hvort trygging verður yfirleitt veitt. I VSL er heldur ekki að finna neinar takmarkanir á heimild félagsins að þessu leyti. I þessari reglu felst að félagið getur ákveðið gegn hvaða áhættu í víðtækustu merkingu það tryggir, s.s. bruna, innbroti, vatnsskemmdum, þjófn- aði o.s.frv. I þessari reglu felst einnig að félagið getur ákveðið gegn hvaða áhœttuþáttum eða orsökum er tryggt. Skilmálaákvæði brunatryggingar sem undanþiggur ábyrgð félagsins tjón af völdum bruna vegna t.a.m. eldinga myndi þannig gilda fullum fetum gagnvart vátryggðum.47 Við könnun á gildissviði hinna ófrávíkjanlegu reglna VSL hafa fræðimenn gjaman reynt að finna tiltekna samsvörun í þeim. Þegar reglumar em skoðaðar má sjá að þær eiga það sammerkt að þær vernda vátryggðan á þann hátt, að eigi ábyrgðartakmörkun undir reglumar missir vátryggður ekki bótarétt hafi hann (eða vátryggingartaki, eða þeir sem vátryggður verður að þola samsömun með) ekki sýnt af sér sök. Hafi viðkomandi á hinn bóginn sýnt af sér sök kemur það vátryggðum alla jafna ekki í koll nema hann hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi eða ásetning, eða brotið hefur verið gegn skýrum ákvæðum í skilmálum sem teljast til varúðarreglna eða varða aukna áhættu. Þá vemda reglur VSL um rang- ar upplýsingar við samningsgerð rétt vátryggðs hafi vátryggingartaki verið í góðri trú þegar hann gaf upplýsingar við töku tryggingarinnar. Þetta má draga saman í einfalda reglu og segja sem svo að vátryggður njóti tiltekinnar verndar ófrávíkjanlegra reglna VSL svo lengi sem hann hefur ekki sýnt af sér sök, eða svo lengi sem huglægri afstöðu hans og þeirra sem hann verður samsamaður með (eða vátryggingartaka þegar um er að ræða upplýsingagjöf við töku trygg- ingar) verður ekki jafnað við sök. Regluverk vátryggingaréttar byggir að þessu leyti í raun á tvöföldu kerfi. Ann- ars vegar er um að ræða atriði sem félagið hefur fullt frelsi til að ákveða í skilmál- um sínum. Þar undir fellur m.a. frelsi félagsins til að ákveða gegn hvaða áhættu það tryggir, auk annarra atriða sem ekki varða huglæga afstöðu vátryggðs eða vá- risikobegrensninger“, sbr. Selmer, bls. 189. Með þeim hugtökum er jafnan átt við það sama og hér er kosið að nefna „hlutlægar ábyrgðartakmarkanir", en þau verður þó að telja síður heppileg í þessu sambandi þar sem þau vísa aðeins til takmörkunar félagsins á þeirri áhœttu sem tryggt er gegn. Tak- mörkun félagsins á þeirri áhættu sem tryggt er gegn er hins vegar aðeins einn flokkur hlutlægra á- byrgðartakmarkana eins og síðar verður rætt. 46 Sbr. t.d. Christensen: „Litteratur". NFT 1952, bls. 303. 47 Selmer, bls. 189. 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.