Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Side 95

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Side 95
að húsið hefði ekki verið í vátryggingu eftir tlutning þess og voru HR því sýknaðar. í dóminum er ekki vísað til VSL að öðru leyti.147 í dóminum virðist gengið út frá því að forsendur tryggingarinnar hafi brost- ið þar sem mikil breyting hafi orðið á verðmæti hússins og áhættunni og hafi félagið því verið laust úr ábyrgð. Áður var þess getið að reglur VSL um aukna áhættu svara að nokkru til reglna samningaréttar um brostnar forsendur. í dóm- inum er hins vegar ekki að finna neinar vangaveltur um niðurstöðuna eftir pro rata reglu 45. gr. VSL. Draga má niðurstöðu dómsins í efa, enda er hún ekki í góðu samræmi við þau sjónarmið sem hér hefur verið gerð grein fyrir. Jafnvel þó að fallast mætti á að vátryggður í þessu máli hefði ekki mátt gera ráð fyrir því að vátryggingarsamningurinn héldist óbreyttur eftir flutninginn á húsinu þá verður að telja að hann hefði átt að njóta vemdar 45. gr. VSL og fá greiddar bætur eftir pro rata reglu hennar. í dómi Hæstaréttar skortir nokkuð á rökstuðn- ing fyrir því hvers vegna talið var að 45. gr. VSL ætti ekki við í málinu. Ákvæði sem kveða á um staðsetningu vátryggðs munar geta valdið nokkrum vafa í þessu sambandi. Sem landfræðileg takmörkun á gildissviði vátryggingar verður að telja slík ákvæði til hlutlægrar takmörkunar á ábyrgð félags, eins og nánar verður rætt í kafla 3.9.4. Drachmann Bentzon og Christensen telja hins vegar að almenn ákvæði um staðsetningu vátryggðs munar beri að skýra með hliðsjón af reglum 45.-50. gr. FAL að svo miklu leyti sem þau varða ekki af- mörkun vátryggingarandlagsins.148 í samræmi við það sjónarmið hefði í H 1959 591 átt að dæma vátryggðum bætur eftir ákvæðum 45.-50. gr. VSL. Atvik þess máls eru hins vegar óvenjuleg fyrir þær sakir að um flutning fasteignar var að ræða sem félagið mátti e.t.v. gera ráð fyrir að sæti föst á sínum stað. Hugs- anlega má þó leiða að því líkur að niðurstaðan hefði orðið sú sama, þ.e. Húsa- tryggingum Reykjavíkur í vil, þrátt fyrir að flutningurinn hefði verið talinn varða aukna áhættu, þar eð Húsatryggingar hefðu að öllum líkindum getað byggt á því að þær hefðu ekki tekið að sér trygginguna við þær aðstæður og ver- ið lausar úr ábyrgð samkvæmt 1. mgr. 45. gr. VSL. Sambærilegar aðstæður geta falist í breyttum afnotum fasteigna. Reynt hefur á áhrif slíkrar breytingar fyrir Hæstarétti. H 1967 753 T flutti úr húsi sínu og stóð það autt eftir það að öðru leyti en því að T vann að bakstri í húsinu. Húsið brann skömmu síðar. Húsið var brunatryggt hjá HR sem báru fyrir sig að breytt not hússins hefðu falið í sér aukna áhættu. I dóminum segir að gögn bresti bæði um þá hugrænu afstöðu T, sem máli skipti samkvæmt 45. gr. VSL, og um þá vátryggingarskilmála af hálfu HR er þýðingu geti haft samkvæmt nefndu laga- ákvæði. HR voru hins vegar sýknaðar af öðrum ástæðum.149 147 Reifun byggð á DÍV. 148 Drachmann Bentzon og Christensen, (1952), bls. 285 og 323. 149 Reifun byggð á DÍV. 89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.