Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Side 101

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Side 101
regla skuli það skoðast sem slíkt. Leiki vafi á um hvort ákvæði geti talist hlut- læg ábyrgðartakmörkun telur Sörensen að velja skuli þá lausn sem vátryggðum er hagfelldari.169 Lyngs0 nefnir mörg dæmi um skilmálaákvæði sem almennt eru talin til var- úðarreglna, svo sem ákvæði sem kveða á um að félagið sé laust úr ábyrgð vegna tjóns sem rekja má til þess að vátryggð bygging uppfyllti ekki kröfur bygging- arreglugerða, eða var ekki forsvaranlega haldið við, byggingin var ekki forsvar- anlega læst eða að húftryggð bifreið var ekki í forsvaranlegu ástandi, t.d. sök- um slitinna dekkja.170 Fræðimenn eru jafnan sammála um að telja tiltekin skilmálaákvæði til var- úðarreglna í skilningi VSL, til dæmis skilmálaákvæði húftryggingar bifreiða, sem gera ökuréttindi ökumanns að skilyrði bóta og skilmálaákvæði innbrots- þjófnaðartryggingar, sem kveða á um að viðkomandi húseign skuli vera for- svaranlega læst. Eftir sem áður er hins vegar erfitt að draga mörk slíkra ákvæða og hlutlægra ábyrgðartakmarkana. Þó virðast fræðimenn almennt sammála um að orðalag viðkomandi skilmálaákvæðis megi ekki vera ráðandi þáttur við það mat. Þessi regla hefur almennt gildi við aðgreiningu hlutlægra takmarkana á ábyrgð félagsins frá skilmálaákvæðum, sem skýra ber með hliðsjón af ófrávíkj- anlegum reglum VSL, eins og fjallað var um í kafla 3.3. Þá reynir mikið á gildi þessarar reglu þegar um varúðarreglur er að ræða, enda eru skilmálaákvæði, sem í raun fela í sér varúðarreglur, oft á tíðum orðuð sem hlutlægar ábyrgðar- takmarkanir. Dómaframkvæmd verða gerð betri skil í kafla 4 hér á eftir þar sem einstök skilmálaákvæði verða rædd út frá ófrávíkjanlegum reglum VSL. Hugsanlega má byggja aðgreiningu varúðarreglna og hlutlægra ábyrgðar- takmarkana á skilgreiningu hugtaksins varúðarregla. Ef skilmálaákvæði félli undir þá skilgreiningu, mætti í framhaldi af því telja að skýra bæri það með hliðsjón af reglum VSL um varúðarreglur. Með hliðsjón af 51. gr. VSL mætti orða skilgreininguna þannig að varúðarregla sé skilmálaákvæði sem felur í sér fyrirmæli um tiltekna hegðun vátryggðs, athöfn eða athafnaleysi, og miðar að því að draga úr líkum á því að vátryggingaratburðurinn gerist eða draga úr af- leiðingum hans.171 Samkvæmt þessu er eðlilegt að t.d. þau skilmálaákvæði, sem binda ábyrgð félagsins því skilyrði að farið hafi verið eftir opinberum reglum og fyrirmælum, séu túlkuð sem varúðarreglur.172 Það sama á við um öll ákvæði 169 Sorensen, (2002), bls. 199-202. 170 Lvngs0, (1992), bls. 231-232 og (1994), bls. 296-298. Lyngs0 fjallar hins vegar ekki sérstak- lega um gildissvið reglna FAL um varúðarreglur gagnvart hlutlægum ábyrgðartakmörkunum og verður að lesa skrif hans með hliðsjón af því. 171 Um sambærilegar skýringar á hugtakinu sjá Arnljótur Björnsson, (1986), bls. 60; Sörensen, (2002), bls. 198-199 og Lyngso. (1994), bls. 295. Til hliðsjónar má einnig vísa til skilgreiningar í 2. gr. frumvarps til nýrra laga um vátryggingarsamninga, þskj. 215, 204. mál, lagt fram á Alþingi á 130. löggjafarþingi 2003-2004. Frumvarpið hefur ekki verið gefið út í Alþingistíðindum þegar þetta er ritað. 172 Arnljótur Björnsson. (1986), bls. 62 og Lyngs0, (1994), bls. 296. 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.