Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Side 156

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Side 156
leyti á því í hvaða grein trygginga viðkomandi ákvæði er. Þeir telja t.d. sterkari rök standa til þess að telja ákvæði í skilmálum bifreiðatryggingar um notkun bifreiðar fela í sér hlutlæga ábyrgðartakmörkun en samsvarandi ákvæði um notkun húseignar í brunatryggingu fasteigna.356 Þá telja þeir að lýsing á notkun munarins geti í sumum tilvikum falið í sér afmörkun vátryggingarandlagsins, og verði miklar breytingar þar á sé félagið laust úr ábyrgð.357 Þeir Drachmann Bentzon og Christensen rökstyðja hins vegar ekki þessa skoðun frekar og skýra þannig t.d. ekki hvaða rök liggi því að baki að fremur sé ástæða til að telja notk- unarákvæði í bifreiðatryggingum til hlutlægra ábyrgðartakmarkana en samsvar- andi ákvæði í brunatryggingu fasteigna. Hellner telur að ákvarða verði hvort önnur notkun en sú, sem mælt er fyrir um í skilmálum, teljist aðeins hafa í för með sér auknar líkur á tjóni, og eigi þ.a.l. undir reglur FAL um aukna áhættu, eða hvort rök standi til þess að heimila félaginu að takmarka ábyrgð sína þannig á hlutlægan hátt. Telur hann ákvæði í sænskum vátryggingarskilmálum um notkun bifreiða varða aukna áhættu, enda sé í þeim kveðið á um að bætur greið- ist eftir pro rata reglu og í þeim felist því tengsl við reglur FAL um aukna áhættu. A hinn bóginn telur hann að félaginu sé frjálst að takmarka ábyrgð sína með hlutlægum hætti vegna notkunar bifreiðar sé það gert á nægilega skýran hátt.358 L0ken telur niðurstöðuna velta á því hvort hægt hefði verið gegn greiðslu hærra iðgjalds að láta trygginguna ná til þeirrar notkunar sem undan- skilin er í skilmálunum. Þegar um notkun væri að ræða, sem félagið hefði aldrei boðið upp á eða viljað að tryggingin næði til, væri félagið laust úr ábyrgð ef tjón yrði við þær aðstæður. Væri á hinn bóginn um að ræða notkun sem tryggingin hefði tekið til gegn hærra iðgjaldi kæmi til greina að telja félaginu skylt að greiða bætur eftir pro rata reglunni.359 Lpken segir raunar ekki berum orðum að skýra beri ákvæðin með hliðsjón af ófrávíkjanlegum reglum FAL um aukna áhættu, en kenning hans leiðir þó til sömu niðurstöðu. Hér verður að ítreka það sem sagði í kafla 4.12, þ.e. að varasamt hljóti að teljast að láta skýringu skil- málaákvæða velta á sérstökum aðstæðum eða viðskiptavenju viðkomandi fé- lags, sem vátryggður hefur e.t.v. ekki nokkra vitneskju um. Slík sjónarmið gætu auk þess leitt til ósamræmis við skýringu á einu og sama skilmálaákvæðinu milli félaga, sem getur vart talist heppilegt. Þegar vátryggður munur er notaður á annan hátt en mælt er fyrir um í skil- málum hníga rök að því að meta það út frá reglum VSL um aukna áhættu. í flestum tilvikum væri aðeins um að ræða auknar líkur á því að vátryggingarat- burðurinn gerðist. I þeim tilvikum er eðlilegt að félagið beri ábyrgð í hlutfalli við hversu hátt iðgjald hefði þurft að greiða ef notkunin hefði ekki verið und- anskilin í skilmálum. Félagið verður þá laust úr ábyrgð ef það hefði ekki tekið 356 Drachmann Bentzon og Christensen, (1952), bls. 283. 357 Drachmann Bentzon og Christensen, (1952), bls. 285. 358 Heliner, (1955), bls. 48 og 61-62. 359 Lpken, bls. 45. 150
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.