Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Side 182

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Side 182
Verðrýmun skipsins vegna tjónsins er fundin með því að bera saman verð- mæti þess í skemmdu og óskemmdu ástandi að mati þar til bærra virðingar- manna. Skoðunarmaður vátryggjenda verður að staðfesta að áætlun viðgerðar- kostnaðarins sé réttmæt og að hann stafi af hinu óviðgerða tjóni. Reglu þessa má skýra með dæmum. Sé markaðsverð skipsins í óskemmdu ástandi USD 5 milljónir en í skemmdu ástandi USD 4.5 milljónir, þá er verðmætisrýmunin augljóslega USD 500 þús- und. Sé skipið tryggt fyrir fullu verðmæti þess, eða USD 5 milljónir, koma tvær lausnir á bótaskyldu til álita: 1. Hafi áætlaður viðgerðarkostnaður numið USD 450 þúsund, myndi bótaskyldan takmarkast við þá fjárhæð en ekki verðmætis- rýmunina USD 500 þúsund. 2. Hafi viðgerðarkostnaður hins viðgerða tjóns verið áætlaður USD 600 þúsund næmi bótaskyldan verðmætisrýmuninni USD 500 þúsund, en ekki áætluðum viðgerðarkostnaði. Þar sem vafi leikur á um fjárhæð viðgerðarkostnaðar eða mat á skipi í ó- skemmdu ástandi er reynslan sú að samið er um bætur milli aðila um fjárhæð bótanna. I norsku skilmálunum fjallar grein 12.3. um bætur vegna óviðgerðra tjóna. Er aðalreglan sú að samkvæmt skilmálunum greiðir vátryggingin ekkert vegna slíkra tjóna. Frá því eru þó nokkrar undantekningar. Sú undantekning, sem oftast reynir á, er á þá leið að sé skip selt nýjum eig- endum eiga eldri eigendumir rétt til bóta vegna viðgerðs tjóns sem nemur sann- anlegri verðrýmun við söluna. Sé markaðsverð skipsins í óskemmdu ástandi USD 5 milljónir, en vegna skemmdanna fást einungis USD 4.5 milljónir fyrir það, greiða vátryggjendur USD 500 þúsund í bætur. Farist skip með óviðgert tjón greiða vátryggjendur ekkert vegna þess tjóns. Önnur regla skilmálanna er sú að vátryggði hefur 5 ár til að framkvæma við- gerðir og vátryggjendur greiða einnig þær verðhækkanir sem hugsanlega hafa orðið á tímabilinu frá tjóni til viðgerðar. Var niðurstaða umræðnanna um þennan þátt í bótaskyldu vegna tjóna að ITC reglurnar væru heldur hagstæðari fyrir vátryggða en norsku skilmálamir. 9. UM BÓTASKULD VEGNA ÁREKSTURS Samkvæmt ensku ITC reglunum, 8. grein, bætir tryggingin þrjá fjórðu þeirra skaðabóta sem hinum vátryggða er gert að greiða vegna tjóns sem skip hans hefur valdið á öðru skipi eða verðmætum um borð í því skipi, þar með talið töp- uðu farmgjaldi, framlagi til sameiginlegs sjótjóns, björgunarlaunum og slíkum kostnaði, allt að þremur fjórðu hlutum vátryggingarverðs skipsins sem tjóninu olli. Frá þessu eru þó nokkrar undantekningar, svo sem eins og þegar um er að ræða kostnað við að fjarlægja skipsflak eða farm, bætur vegna persónulegra eigna og dánarbætur vegna slysa eða mengunar. Hafi vátryggjendur samþykkt skriflega að leitað verði lögfræðilegrar aðstoðar vegna ábyrgðarinnar greiða þeir að sjálfsögðu sama hlutfall þess kostnaðar sem af því hlýst. Oft er sú breyting á þessu ákvæði gerð með samþykki aðila tryggingarsamn- 176
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.