Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Page 183

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Page 183
ingsins að vátryggjendur skuli greiða umræddan kostnað að fullu en ekki ein- ungis að þrem fjórðu hlutum, og einnig að þessi ábyrgð skuli algerlega undan- þegin bótaskyldu ef eigandi hefur keypt klúbbtryggingu sem nær til allrar áhættunnar. Síðastnefndi þátturinn einfaldar meðferð málsins, þegar láta þarf í té ábyrgð til handa þeim sem fyrir tjóninu varð, því að þá þarf ekki að sækja ábyrgðina til tveggja tryggingarfélaga. Grein 12.3. í ITC reglunum fjallar svo um þær bætur sem vátryggði fær úr hendi aðila annars skips sem hefur átt hluta af sök í árekstrinum. Er þar um nokkuð flóknar reglur að ræða sem ekki er ástæða til að gera nánari grein fyrir hér, að því undanskildu að meginreglan er sú að nemi bætur frá hinu skipinu vegna sakar þess í árekstrinum hærri fjárhæð en vátrygging hins tryggða skips hefur greitt, rennur það sem umfram er til eigenda þess vegna eigináhættu þeirra, en nái fjárhæðin ekki svo miklu kemur ekkert í hlut eigenda. Það gerir uppgjör vegna árekstratjóna flóknara að í grein 8.2.1. í ITC regl- unum er mælt svo fyrir að sé ábyrgð annars skips í árekstri eða beggja ekki tak- mörkuð samkvæmt ákvæðum siglingalaga, skuli uppgjör bóta vegna árekstrar- ins fara fram samkvæmt svonefndri „cross liability“ reglu. Sú regla er hins veg- ar ekki viðurkennd í enskum sjórétti. Einnig á þessu sviði tryggingaréttarins er munur á ensku ITC reglunum og norsku skilmálunum, því að í 13. grein þeirra segir að tryggingin bæti skaða- bætur vegna árekstra við fasta eða fljótandi hluti að fullu en ekki einungis að þrem fjórðu hlutum. Enn fremur er sérstakur frádráttur á bótum vegna tjóns sem skipið veldur öðrum, en ekki sama fjárhæð og af öðrum bótaskyldum tjónum. Loks gilda aðrar reglur í skilmálunum en ITC reglunum um skiptingu bóta frá eigendum eða vátryggjendum hins skipsins. Kemur þar til hlutfallsleg skipting milli allra þeirra sem tjón hafa hlotið af árekstrinum. Niðurstaða á samanburði vegna þessarar tegundar skaðabóta virðist vera sú að ensku ITC reglumar séu hagkvæmari m.a. vegna þess að eigandi skips sem tryggt er með norsku skilmálunum verður iðulega að bera tvær eigináhættur, aðra vegna þess tjóns sem skip hans hefur orðið fyrir og hina vegna þess tjóns sem skip hans hefur valdið og honum er gert að bæta. 10. UM SAMEIGINLEGT SJÓTJÓN OG GERÐARDÓMA Samkvæmt ákvæðum ITC reglnanna er sá hluti sameiginlegs sjótjóns sem fellur á skip bótaskyldur af vátryggingu þess auk þess mælir 66. gr. 4. mgr. sjó- vátryggingarlaganna frá 1906 svo fyrir að sameiginlegt sjótjón vegna farms á skipi, svo sem skemmdir sem á því er valdið í þeim tilgangi að ná því á flot þeg- ar það hefur strandað, sé bótaskylt af sjóvátryggingunni að fullu án þess að hinn vátryggði nýti sér rétt sinn til að krefjast framlags frá öðrum, t.d. eigendum farms eða vátryggjendum hans. Fyrir kemur að eigendur eða vátryggjendur farms geti neitað að taka þátt í sameiginlegu sjótjóni vegna þess að farmsamningur hafi verið brotinn, t.d. vegna þess að skipið hafi ekki verið haffært. Klúbbtrygging skipsins, sé um 177
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.