Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 9

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 9
9 Uppeldi og menntun 16. árgangur 2. hefti, 2007 MARÍA STEINGRÍMSDÓTTIR ,,Ofsalega erfitt og rosalega gaman“1 Reynsla nýbrautskráðra kennara – aukin vinnugleði Í greininni er fjallað um rannsókn á fyrsta starfsári nýbrautskráðra kennara. Markmið rann- sóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu og upplifun þeirra í íslensku skólaumhverfi, væntingar til kennarastarfsins og reynslu þeirra af því. Þátttakendur voru átta nýbrautskráðir kennarar frá Háskólanum á Akureyri og Kennaraháskóla Íslands. Rannsóknin var viðtalsrannsókn og þrjú viðtöl tekin við hvern þátttakanda. Niðurstöður benda til þess að eigi nýjum kennurum að vegna vel í starfi þurfi þeir á mikilli leiðsögn og stuðningi að halda þegar út í það er komið. Leiðsögnin þarf að taka til faglegra jafnt sem hagnýtra þátta starfsins en einnig ætti hún að felast í handleiðslu sem styður kennarana og byggir þá upp gegn álagi og streitu í starfi. Niður- stöðurnar eru í samræmi við erlendar rannsóknarniðurstöður. INNGANGUR Á síðari árum hefur skólamálaumræðan í þjóðfélaginu snúist um auknar kröfur á hendur skólum og þeim sem þar starfa. Þær fela meðal annars í sér að þeir taki að sér stærri hluta af því uppeldishlutverki sem heimilin gegndu að mestu leyti áður. Um leið hafa foreldrar og forráðamenn vaxandi áhrif á skólastarf og menntun barna sinna. Starf grunnskólakennara hefur tekið mið af þessu og breyst hin síðari ár. Í starfi sínu þurfa þeir að vera tilbúnir til að sinna nemendum á mun víðtækari hátt en áður var og ætlast er til þess að kennarar finni leiðir til að laga námið að mismunandi þörfum nemenda. Tæknivæðing og aukið foreldrasamstarf hefur einnig breytt starfs- umhverfi kennara og gert starf þeirra fjölþættara og flóknara. Það er því mikil og krefj- andi vinna sem bíður kennara sem eru að fóta sig á nýjum starfsvettvangi og takast á við sömu ábyrgð og reyndari samstarfsmenn þeirra. Fyrsta starfsárið er mikilvægur tími í starfsferli kennara og hafa rannsóknir sýnt að það hefur langtíma áhrif á skilvirkni og starfsánægju, sem og á það hversu lengi kenn- ari endist í starfi (Feiman-Nemser, 1983). Reynsla þeirra á þessum tíma er álitin hafa mótandi áhrif á starf þeirra til framtíðar (Bartell, 2005). 1 Greinin er byggð á hluta niðurstaðna úr meistaraprófsritgerð í menntunarfræði, með áherslu á stjórnun, frá Háskólanum á Akureyri árið 2005. Margt er að læra og mörgu að sinna – Nýbrautskráðir grunnskólakennarar á fyrsta starfsári; reynsla þeirra og líðan. Leiðbeinandi var dr. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.