Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 16
„OFSALEGA ERF I T T OG ROSALEGA GAMAN“
16
Og Dóra nefndi að hún kviði því að vera ekki viðbúin því sem gæti komið upp í
kennslustofunni og mundi þá „örugglega ekki bregðast rétt við…“
Kennslan – veruleiki kennarastarfsins
Allir viðmælendur fundu mikla breytingu frá því að vera kennaranemi til þess að
vera orðinn kennari. Áberandi var að allir nefndu hversu miklu meiri ábyrgð fælist í
kennarastarfinu en að vera kennaranemi. Elín sagði: „Nú er þetta bekkurinn minn og
það veltur á mér hvernig þeim mun ganga að læra.“ Það er ljóst á svörum nýliðanna
að þeir töldu meginábyrgðina felast í því að nú þyrftu þeir að sjá um „allan pakkann,
nú er ekki nóg bara að einbeita sér að kennslunni og undirbúningi hennar eins og í
æfingakennslunni,“ eins og Elín bætti við. Viðmælendur voru einnig sammála um að
það væri margt í starfi kennara sem þeir hefðu ekki áttað sig á meðan þeir voru nemar
og nefndu einkum í því sambandi marga fundi og mikil samskipti við foreldra, sér-
kennara og fleiri aðila sem sinna málefnum nemenda. Bára tók svo til orða: „Maður er
svo rosalega verndaður, eiginlega ofverndaður, í æfingakennslunni.“
Það kom skýrt fram að viðmælendur höfðu gert sér grein fyrir því að þeir voru
að hefja starf sem gerði kröfur til þeirra á margvíslegan hátt, en samt voru þeir allir
sammála um að það væri erfiðara en þeir reiknuðu með. „Það er svo ofsalega erfitt og
rosalega gaman,“ sagði Dóra.
Misjafnt var hvaða þætti starfsins þeir töldu erfiðari en þeir höfðu átt von á, meðal
annars kom þeim á óvart hversu ólíkir nemendur eru, hvort sem er með tilliti til náms
eða hegðunar. Einnig fannst þeim erfiðara en þeir áttu von á að ná til allra með viðeig-
andi námsefni og sögðust „lenda“ í því að skipuleggja allt út frá hópnum í stað þess
að horfa nægjanlega til einstaklinganna í bekknum.
Á fyrstu mánuðunum veltu viðmælendur því fyrir sér hvort þeir stæðust þær
væntingar sem aðrir gerðu til þeirra, svo sem kennarar, stjórnendur, nemendur og for-
eldrar. Þá hugsuðu þeir mikið um hvort þeir stæðust eigin væntingar. Einnig vafðist
fyrir þeim hver væru hlutverk hvers og eins innan skólans og þá um leið hvað í raun
félli undir hlutverk þeirra sem kennara.
Hjá meirihluta viðmælenda kom einnig fram að þeim fannst starfið mun fjölbreytt-
ara en þeir bjuggust við. Halla orðaði það á eftirfarandi hátt:
Það er sko alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi. Maður er aldrei að hjakka í sama
farinu, það eru gleðilegir hlutir og erfiðir hlutir. Það er ekkert allt dans á rósum en
samt alltaf eitthvað nýtt. Ég held samt að ég hafi aldrei verið í vinnu þar sem ég er
bara svona glöð og ánægð.
Skoðun Önnu styður þetta en hún taldi að í kennslunni væru hlutir endalaust að koma
á óvart, engir tveir dagar væru eins:
…það er það skemmtilega við þetta. Starfið getur verið óvænt skemmtilegt og
óvænt erfitt, en það er bara áskorun.
Flestir viðmælenda voru sammála um að eftir fyrstu vikurnar í kennslu hefði komið
tímabil þar sem þeir í raun voru að uppgötva hvað fælist í starfinu. Þessu tímabili