Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Síða 17

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Síða 17
MAR ÍA STE INGR ÍMSDÓTT I R 17 fylgdi yfirþyrmandi vinna þar sem þeim fannst þeir aldrei geta lokið við að undirbúa sig, óendanleg verkefnin hlóðust upp og þeir fylltust örvæntingu. Guðrún lýsir þessu örvæntingartímabili svona: …þá fannst mér ég alveg vonlaus og var bara með tárin í augunum dag hvern og mér fannst ég vera ómögulegur kennari. Ég talaði ekki um þetta við neinn. Ég ætlaði ekki að fara að opinbera það svona einn, tveir og þrír. Og ummæli Freyju um vinnuálagið eru mjög dæmigerð fyrir reynslu viðmælendanna af fyrstu mánuðunum í kennarastarfinu: „Maður á ekkert líf, maður er alltaf að. Svo fer maður heim úr vinnunni og þá hættir maður ekkert.“ Almennt fannst þeim vinnu- álag vera mikið og meira en þeir bjuggust við. Flestir nefndu að það fælist að mestu í verkefnum utan kennslustofunnar. Þannig segir Bára: Allt í kringum þetta, allt þetta skipulag. Allir þessir fundir, allt samstarfið við foreldra, fara yfir heimanám. Það fer eiginlega minnstur tími í kennsluna sjálfa, það er frekar allt í kringum hana, kringum krakkana, vera að fást við vandamál þeirra og skemmtanir. Í síðasta viðtalinu við nýju kennarana kom fram að þeim fannst vinnuálagið mest fyrstu mánuðina en heldur hefði dregið úr því þegar líða tók á veturinn. Enn fremur kom fram að stundataflan hefði haft áhrif á vinnuálagið þetta fyrsta ár. Það væri erfitt að vera með „tætta“ stundatöflu og vera að þeytast milli bekkja og þurfa að kynnast mörgum nemendum og eiga samstarf við marga kennara. Greinilegt var að þó að vinnuálagið væri meira en viðmælendur áttu von á voru þeir viðbúnir mikilli vinnu og tveir þeirra höfðu gert ráðstafanir til að fá aukna barna- gæslu fyrstu mánuðina í starfi. Viðmælendunum varð einnig tíðrætt um vanda við aga- og bekkjarstjórnun. Að- eins tveir tóku samt fram að þeir hefðu lent í meiri vanda hvað þetta varðar en þeir áttu von á. Flestir töldu vandann ekki meiri en þeir bjuggust við. Þessir tveir kenndu aðallega sjálfum sér um, að þeir hefðu ekki verið nægjanlega ákveðnir, hleypt nem- endum of langt og ekki sett skýr mörk í upphafi. Aðrir voru ánægðir með hvernig til hafði tekist með bekkjarstjórnun og þökkuðu það því að þeir hefðu rekið sig á í æf- ingakennslunni. Þar vissu þeir ekki nægjanlega vel hvað mátti eða hverju nemendur voru vanir en nú gátu þeir sjálfir ákveðið hvernig hlutirnir ættu að ganga fyrir sig og töldu það í raun auðveldara að „eiga“ sinn bekk og geta sjálfir sett nemendum sínum reglur og fundið þau mörk sem hentuðu. Flestir voru sammála um að þeir hefðu feng- ið litla sem enga leiðsögn frá leiðsagnarkennara eða öðrum samkennurum um aga- og bekkjastjórnun, en sögðust heldur ekki hafa leitað mikið eftir henni. Einn viðmælandinn skar sig úr hvað þetta varðaði. Honum fannst þessi mál ekki vera í góðu lagi hjá sér. Þessi nýliði sagðist hafa fengið ágætan leiðsagnarkennara frá upphafi en fannst það ekki duga. Hann fór til skólastjórnenda og bað um að komið yrði inn í kennslustundir hjá honum og honum veitt endurgjöf á kennslu svo að hann gæti bætt sig í starfi. Þetta er dæmi um þá sameiginlegu reynslu viðmælendanna að þeir þurftu sjálfir að bera sig eftir aðstoð vildu þeir fá hana. Það kom fram hjá meirihluta hópsins að þeim fannst þeir þurfa að standa sig í sam-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.