Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 34

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 34
34 JÁKVÆTT STARFSUMHVERF I KENNARA – AUK IN V INNUGLEÐ I t.d. hvort skilgreindur vinnutími dygði til þess að sinna þeim verkefnum sem starf- inu fylgdu, um undirbúningsvinnu í skólanum og heima, vinnu að sumrinu og hug- myndir um að festa vinnutíma kennara meira en verið hefur. Sett var fram tilgáta um að samband væri milli vinnuálags kennara og kulnunar og að sá sveigjanleiki sem kennarar hafa til að ráða undirbúningstíma og flytja vinnu frá sumartíma yfir á vet- urinn kunni að valda því að þeir hafi ekki eins skýra tilfinningu fyrir vinnutíma sínum og þeir sem vinna skýrt afmarkaðar vinnustundir, t.d. kl. 8–16. Þetta gæti leitt til þess að þeir upplifðu meira vinnuálag og vakið þannig neikvæðar tilfinningar þeirra til starfsins. Líkan þeirra Leiter og Maslach um starfsumhverfi er nýlegt og virðast raunprófanir vera stutt komnar. Maslach hefur stundað víðtækar rannsóknir á kulnun og þríþátta- líkan hennar, sem er hluti af þessu nýja líkani, er margprófað og er talið hafa mik- inn áreiðanleika og réttmæti (Schaufeli 2004; Maslach og Schaufeli 1993; Farber 1991). Áhugi höfunda þessarar greinar á að nota þetta nýja líkan byggist á því að þeir hafa áður notað þríþáttalíkan Maslach þar sem eingöngu er fengist við kulnun, sem er neikvæð í eðli sínu. Við líkan þeirra Leiter og Maslach hafa bæði bæst tengingarnar við mögulega orsakaþætti í starfsumhverfinu og andstæða kulnunar, þ.e. vinnu- gleðin, sem höfundar kenninganna gera ráð fyrir að ríki hjá þeim sem eru nýir í starfi. Höfundum greinarinnar fannst því áhugavert að prófa nýja spurningalistann, þótt höfundar spurningalistans dragi ekki dul á að frekari vinna sé framundan. Úttektargögnum Leiter og Maslach (2000) fylgir sérstakt reikniforrit sem reyndist ónothæft vegna tæknilegra galla sem komu í ljós seint í vinnuferlinu. Því kusu höf- undar greinarinnar að kynna niðurstöður með lýsandi tölfræði og fylgnitölum. Svör við spurningum um viðhorf kennara til vinnutíma eru einnig sett fram með lýsandi tölfræði. Þátttakendur Spurningalisti var lagður fyrir grunnskólakennara í tveimur sveitarfélögum vorið 2005. Þar störfuðu þá alls 584 kennarar í 537 stöðugildum í 14 grunnskólum. Alls bár- ust 269 svör eða frá liðlega 46%. Ekki var um úrtak að ræða og svaraði því tæplega helmingur heildarþýðis. Í öðru sveitarfélaginu var svörun tæplega 70% (188 svarend- ur) og um 30% í hinu. Ákveðið var að fella fámennari hópinn út úr rannsókninni. Nið- urstöður eiga því við um kennara í sex grunnskólum í einu sveitarfélagi. Þar störfuðu þá 235 kennarar í 209 stöðugildum og tæplega 70% þeirra svöruðu. Nánari lýsingar á aðferð og upplýsingar um þátttakendur er að finna í fyrstu grein um niðurstöður þessarar rannsóknar frá 2005, sem birtist í tímaritinu Uppeldi og menntun, 16. árgangi, 1. hefti 2007. NIÐURSTÖÐUR Hér verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum úr spurningalista þeirra Leiter og Maslach ásamt svörum við spurningum rannsakenda um vinnutíma. Þegar skoðuð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.