Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 37

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 37
37 ANNA ÞÓRA BALDURSDÓTTIR, VALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR búningsvinnu að sumrinu voru þannig að 28% töldu sig vinna færri en 6 daga, 30% tilgreindu 6–10 daga, 24% nefndu 11–15 daga og 18% 16 daga eða fleiri. Flestir (32%) notuðu undirbúningsvinnu að sumri mest til lestrar, 25% til að sækja námskeið, 23% til skipulags og áætlanagerðar og aðrir til annars. UMRÆÐA Framangreindar niðurstöður um tilfinningaþrot eru á sama veg og í erlendum rann- sóknum, og eru sá þáttur kulnunar sem virðist hafa mest áhrif (Burke og Greenglass, 1995; Maslach, Schaufeli og Leiter, 2001; Schaufeli og Bakker, 2004; Hakanen, Bakker og Schaufeli, 2006). Hér er farið varlega í að túlka niðurstöður um hlutgervingu vegna þess að þær eru, eins og aðrar íslenskar og evrópskar rannsóknarniðurstöður, ólíkar niðurstöðum Maslach (Maslach, Schaufeli og Leiter, 2001; Anna Þóra Baldursdóttir, 2000; Rúnar Helgi Andrason og Sigurður Rafn A. Levy, 1992). Maslach og félagar (2001) telja að um menningarlegan mismun geti verið að ræða. Í Bandaríkjunum er einstaklingshyggja sterk og hlutgerving frekar sýnd en í evrópskum samfélögum sem einkennast frekar af hópkennd. Ekki er ólíklegt að svo sé einnig hér á landi. Anna Þóra Baldursdóttir (2000) veltir því sama fyrir sér; hvort um mismun á menningarheimum geti verið að ræða, og jafnframt hvort verið geti að gagnsæi íslenskunnar og áhrif úr kennaranámi geri það að verkum að kennarar líti á hlutgervingu sem löst sem erfitt sé að játa á sig. Svipaðar niðurstöður Rúnars Helga Andrasonar og Sigurðar Rafns A. Levy (1992) styðja þessar vangaveltur. Fimm af starfsumhverfisþáttunum sex reynast hafa marktæk áhrif á tilfinninga- þrot, þ.e. vinnuálag, umbun, starfssamfélag, sanngirni og gildismat, sá fyrsti verulega meiri en hinir fjórir, sem eru áþekkir. Umbun, starfssamfélag, sanngirni og gildismat hafa einnig marktæk áhrif á hlutgervingu samkvæmt þessum niðurstöðum. Aðeins einn af starfsumhverfisþáttunum hefur áhrif á starfsárangur, og það er gildismat. At- hygli vekur að sá þáttur hefur áhrif á alla þrjá undirþætti kulnunar og er sá eini sem það gerir. Einnig vekur athygli að þátturinn sjálfræði hefur engin marktæk tengsl við kulnunarþættina og því er hvorki að sjá að hann viðhaldi vinnugleði né valdi kulnun hjá rannsóknarhópnum eins og Leiter og Maslach (2001) setja hann fram. Vera kann að kennarar séu ekki uppteknir af því sem í þessum þætti felst, svo sem tækifærum til að taka ákvarðanir og velja milli mismunandi möguleika, t.d. vegna þess að þeir eru sáttir við hvernig að þeim málum er staðið. Samkvæmt þessum niðurstöðum gefa starfsumhverfisþættirnir í líkani Maslach og Leiter áhugaverðar vísbendingar um að starfsþreki kennara megi viðhalda og vinna gegn tilfinningaþroti þeirra með viðráðanlegu vinnuálagi, að þeir upplifi umbun fyrir starf sitt, að félagslegt innra umhverfi vinnustaðarins sé nægilega gott og að sann- girni ríki á vinnustaðnum. Niðurstöðurnar gefa einnig vísbendingar um að það sé mikilvægt í þessu samhengi að gildismat kennara og skólans fari saman og ekki verði misgengni milli persónulegra lífsskoðana þeirra og krafna starfsins. Rétt er að hafa í huga að fylgnin er ekki sterk, svo forvitnilegt verður að vita hverju frekari rannsóknir skila.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.