Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 46

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 46
46 NÁMSMAT Í HÖNDUM KENNARA Í lok nítjándu aldar komu fram hugmyndir um að prófa börn á samræmdan hátt og í kjölfar fyrstu fræðslulaganna árið 1907 var munnlegum og verklegum prófum komið á. Eftir fyrri heimsstyrjöldina átti sér stað þróun í mælingafræðum sem fólst í stöðluðum prófum. Hinar „nýju prófaðferðir“ sem Steingrímur Arason (1919a, 1919b) lagði grunninn að á þriðja áratugnum réðu allri hugsun um námsmat og voru allsráð- andi í skólum fram á áttunda áratuginn og móta jafnvel enn námsmat í grunnskólum landsins að verulegu leyti (Ólafur Proppé, 1999). Meginröksemd Steingríms Arasonar (1922) var að þau próf sem notuð höfðu verið byggðust á huglægu mati. Þau hefðu engin skýr tímamörk, engin ákvæðismörk og væru lítils virði, t.d. væri ekki hægt að bera saman árangur nemenda. Með grunnskólalögunum 1974 var lögð aukin áhersla á að námsmat byggðist á fleiri aðferðum en prófum og gefnar voru út leiðbeiningar um víðtækara námsmat. Stefnt var í þá átt að taka aukið tillit til eðlis og þarfa hvers nemanda og leggja áherslu á sjálft námsferlið (Ingvar Sigurgeirsson, 1999; Menntamálaráðuneytið, 1979, 1980; Ólafur Proppé, 1999). Á undanförnum árum hafa komið fram þau viðhorf að leggja beri meiri áherslu á námsmat sem byggist á greiningu og mati á vinnu nemenda eða það sem kallað er alhliða mat (authentic assessment, alternative eða performance assess- ment). Á þessum hugtökum er áherslumunur en kjarninn í þeim er að námsmatið sé byggt á mismunandi viðfangsefnum sem reyna á að nemendur beiti þekkingu sinni, skilningi, innsæi, hugmyndaflugi og leikni og lögð sé áhersla á virka þátttöku nem- enda í matinu, í raun að nemendur sýni hvað þeir kunna. Námsmatið er þá byggt á verkefnum þar sem nemendur leysa vandamál sem hafa gildi en eru ekki einungis unnin til að unnt sé að meta árangur vinnunnar (Gronlund og Linn, 2000; Ingvar Sigurgeirsson, 1999; Khattri og Sweet, 1996; Nitko, 2001). Megintilgangur námsmats er að veita upplýsingar um námsárangur og örva nem- endur til að leggja sig fram við námið. Í 44. gr. laga um grunnskóla 1995 er markaður megintilgangur námsmats í grunnskólum en þar segir m.a. að námsmat fari ekki ein- ungis fram í lok námstímans heldur sé það einn af föstum þáttum skólastarfs, órjúf- anlegt frá námi og kennslu. Samkvæmt Aðalnámskrá, almennum hluta (1999), ber hverjum kennara og skóla að fylgjast vandlega með því hvernig nemendum gengur að ná þeim námsmarkmiðum sem sett eru. Mikilvægt er því að í skólum sé samkomu- lag um markmið, matsaðferðir og það hvernig upplýsingum er miðlað til foreldra og nemenda. Í rannsókn þessari er námsmat notað sem almennt hugtak sem tekur til allra að- ferða sem eru notaðar til að safna upplýsingum um námsárangur nemenda, svo sem skrifleg próf, mat á verklegri frammistöðu, ritunarverkefni, umræður, sjálfsmat, og móta jafnframt matsniðurstöðu um framgang þeirra í námi (Gronlund og Linn, 2000). Þar sem meginmarkmið rannsóknarinnar er að leita þekkingar og skilnings á því hvernig námsmati er háttað í íslenskum grunnskólum er þess vænst að hún gefi ákveðnar vísbendingar og vonandi verður hægt að vinna áfram með þennan grunn og skapa þannig grundvöll fyrir umræður um námsmat í skólastarfi. Í rannsókninni var leitast við að svara því hvað einkennir námsmat kennara og leiðbeinenda í íslenskum grunnskólum. Að skoða stefnu skóla í námsmati, áherslur og aðferðir kennara við að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.