Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 49
49
ERNA INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR
upplýsingum úr matsniðurstöðum sé miðlað til nemenda. Sambærilegar niðurstöður
koma fram í rannsókn Jóhönnu Þ. Ingimarsdóttur (2000). Rannsóknir hafa sýnt að
námsmat hjá kennurum er mjög breytilegt eftir aldri nemenda, starfsumhverfi, kyni og
starfsreynslu þeirra (Cizeak, Fitzgerald og Racher, 1995). Svipaða niðurstöðu fá Stigg-
ins og Conklin (1992) og segja að munur sé á námsmati kennara eftir aldri nemenda
og námsgreinum sem þeir kenna. Þau segja að kennarar á yngsta stigi leggi áherslu á
leiðsagnarmat, en að kennarar á eldri stigum leggi megináherslu á lokamatið og séu
jafnframt uppteknari af einkunnagjöfinni.
Niðurstöður úr mismunandi rannsóknum í nokkrum löndum sýna (Black og Wiliam,
1998; Black, Harrison, Lee, Marshall og Wiliam, 2003) að helstu erfiðleikar við náms-
mat tengjast m.a. því að þau próf sem kennarar nota helst hvetja til utanbókarlærdóms
og grunnþekkingar. Black og Wiliam (1998) telja að skólar leggi of mikla áherslu á
einkunnir frekar en að veita kennurum ráðgjöf við námsmat. Gera má ráð fyrir að
kennarar geti átt í erfiðleikum með að ákveða hversu mikið vægi námsmat skuli hafa
í skólastarfi. Markmiðum í námskrá hefur fjölgað og nýjar matsaðferðir hafa verið að
koma fram á undanförnum árum, sem getur leitt til þess að kennarar líti á slíkt mat
sem aukið vinnuálag. Jafnframt getur of mikið mat í námsferlinu, að áliti Smith, Smith
og De Lisi (2001), leitt til þess að nemendur telji að matið sé markmiðið en ekki leið
að markmiðinu.
Niðurstöður námsmats
Hlutverk námsmats er að efla hæfni nemenda til að takast á við námið og til þess að
geta lært af niðurstöðum námsmats þurfa nemendur að fá gagnlegar upplýsingar.
Mismunandi getur verið eftir skólum hvernig og hvaða upplýsingar úr matsniður-
stöðum koma fram á vitnisburðarblaði nemenda. Rannsóknir sýna að megináhersla
er á einkunnagjöfina en fleiri úrræði eru til að miðla upplýsingum um námsferlið, svo
sem gátlistar eða matskvarðar, umsagnir og viðtöl (Gronlund, 1998; Stiggins, 1997,
2001; Wiggins, 1996). Nauðsynlegt er að skólastjórnendur og kennarar ræði og ákveði
hvaða námsþættir skuli koma fram á vitnisburðablaði þeirra, ekki síst í ljósi þess að
rannsóknir (Nitko 2001) hafa sýnt fram á að skilningur foreldra og kennara á því sem
stendur á vitnisburðarblaði er ekki alltaf sá sami. Rannsóknir hafa sýnt að við ein-
kunnagjöfina leggja kennarar megináherslu á námsárangur og samkvæmt McMillan
(2001) taka margir þeirra tillit til annarra þátta, helst viðleitni, framfara og hæfni nem-
enda og hafa slíkir þættir áhrif á einkunnir nemenda á öllum aldursstigum en mis-
mikil þó (Stiggins og Conklin, 1992).
Niðurstöður rannsókna (McMillan og Nash, 2000; McMillan og Workman, 1998)
benda til að kennarar líti á viðleitni sem vott um námsárangur og að þeir séu vissir um
að nemendur séu vel upplýstir um það hvaða þættir liggi að baki einkunnagjöfinni. Þá
kemur fram að einkunnir kennara, sérstaklega á eldri stigum, séu aðallega byggðar á
skriflegum prófum og að kennarar á yngsta stigi leggi meiri áherslu á óformlega þætti
í einkunnagjöfinni. Samkvæmt Gronlund (1998, 2003), McMillan (2001) og Stiggins
(2001, 2005) er einkunn einungis nothæf þegar hún segir til um námsárangur, og að
þeirra mati eiga þættir eins og virkni, framfarir eða vinnubrögð nemenda ekki að hafa