Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 49

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 49
49 ERNA INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR upplýsingum úr matsniðurstöðum sé miðlað til nemenda. Sambærilegar niðurstöður koma fram í rannsókn Jóhönnu Þ. Ingimarsdóttur (2000). Rannsóknir hafa sýnt að námsmat hjá kennurum er mjög breytilegt eftir aldri nemenda, starfsumhverfi, kyni og starfsreynslu þeirra (Cizeak, Fitzgerald og Racher, 1995). Svipaða niðurstöðu fá Stigg- ins og Conklin (1992) og segja að munur sé á námsmati kennara eftir aldri nemenda og námsgreinum sem þeir kenna. Þau segja að kennarar á yngsta stigi leggi áherslu á leiðsagnarmat, en að kennarar á eldri stigum leggi megináherslu á lokamatið og séu jafnframt uppteknari af einkunnagjöfinni. Niðurstöður úr mismunandi rannsóknum í nokkrum löndum sýna (Black og Wiliam, 1998; Black, Harrison, Lee, Marshall og Wiliam, 2003) að helstu erfiðleikar við náms- mat tengjast m.a. því að þau próf sem kennarar nota helst hvetja til utanbókarlærdóms og grunnþekkingar. Black og Wiliam (1998) telja að skólar leggi of mikla áherslu á einkunnir frekar en að veita kennurum ráðgjöf við námsmat. Gera má ráð fyrir að kennarar geti átt í erfiðleikum með að ákveða hversu mikið vægi námsmat skuli hafa í skólastarfi. Markmiðum í námskrá hefur fjölgað og nýjar matsaðferðir hafa verið að koma fram á undanförnum árum, sem getur leitt til þess að kennarar líti á slíkt mat sem aukið vinnuálag. Jafnframt getur of mikið mat í námsferlinu, að áliti Smith, Smith og De Lisi (2001), leitt til þess að nemendur telji að matið sé markmiðið en ekki leið að markmiðinu. Niðurstöður námsmats Hlutverk námsmats er að efla hæfni nemenda til að takast á við námið og til þess að geta lært af niðurstöðum námsmats þurfa nemendur að fá gagnlegar upplýsingar. Mismunandi getur verið eftir skólum hvernig og hvaða upplýsingar úr matsniður- stöðum koma fram á vitnisburðarblaði nemenda. Rannsóknir sýna að megináhersla er á einkunnagjöfina en fleiri úrræði eru til að miðla upplýsingum um námsferlið, svo sem gátlistar eða matskvarðar, umsagnir og viðtöl (Gronlund, 1998; Stiggins, 1997, 2001; Wiggins, 1996). Nauðsynlegt er að skólastjórnendur og kennarar ræði og ákveði hvaða námsþættir skuli koma fram á vitnisburðablaði þeirra, ekki síst í ljósi þess að rannsóknir (Nitko 2001) hafa sýnt fram á að skilningur foreldra og kennara á því sem stendur á vitnisburðarblaði er ekki alltaf sá sami. Rannsóknir hafa sýnt að við ein- kunnagjöfina leggja kennarar megináherslu á námsárangur og samkvæmt McMillan (2001) taka margir þeirra tillit til annarra þátta, helst viðleitni, framfara og hæfni nem- enda og hafa slíkir þættir áhrif á einkunnir nemenda á öllum aldursstigum en mis- mikil þó (Stiggins og Conklin, 1992). Niðurstöður rannsókna (McMillan og Nash, 2000; McMillan og Workman, 1998) benda til að kennarar líti á viðleitni sem vott um námsárangur og að þeir séu vissir um að nemendur séu vel upplýstir um það hvaða þættir liggi að baki einkunnagjöfinni. Þá kemur fram að einkunnir kennara, sérstaklega á eldri stigum, séu aðallega byggðar á skriflegum prófum og að kennarar á yngsta stigi leggi meiri áherslu á óformlega þætti í einkunnagjöfinni. Samkvæmt Gronlund (1998, 2003), McMillan (2001) og Stiggins (2001, 2005) er einkunn einungis nothæf þegar hún segir til um námsárangur, og að þeirra mati eiga þættir eins og virkni, framfarir eða vinnubrögð nemenda ekki að hafa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.