Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 59

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 59
59 ERNA INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR prófa á skólastarf virðist ljóst að þau hafi að einhverju leyti stýrandi áhrif á náms- mat kennara. Það er skoðun McMillan og Nash (2000) að opinber stöðluð próf hafi þau áhrif á námsmat í höndum kennara að þeir leggi meiri áherslu á hlutlæg próf og einkunnir en aðrar matsaðferðir. Þannig er sá möguleiki fyrir hendi að samræmdu prófin séu leiðarvísir fyrir kennara um námsmat. Samræmd próf hafa verið umdeild á undanförnum árum og ýmsir viljað draga úr þeim eða fella þau alfarið niður (And- erson, 2003). Í námsmati er mikilvægt að kennarar nýti sér skipulega margar og ólíkar matsaðferðir sem grundvöll að mati sínu, svo sem til að meta hæfileika nemenda til að skrifa, afrakstur eða hæfni þeirra til að vinna með öðrum (Anderson, 2003; Gronlund, 2003; Khattri og Sweet, 1996; Stiggins, 2001). Sumir kennarar virðast hafa svigrúm til að velja matsaðferð og virðist stefna skól- ans þannig gera ráð fyrir að það sé undir kennurum sjálfum komið hvaða matsaðferð þeir nota. Athyglisvert er að kennarar sem starfa við fjölmennustu skóla rannsókn- arinnar (>500) telja að skólinn hafi ekki skýra stefnu í námsmati og að stefnan geri ekki ráð fyrir fjölbreyttum matsaðferðum. Jafnframt eru þeir sammála því að lokapróf sé uppstaða í einkunnagjöfinni og telja að nemendum sé varla ljóst á hverju lokamatið sé byggt. Aftur á móti telur meirihluti kennara sem kenna í miðlungsstóru skólunum (300–399) að stefna skólans sé skýr og leggi áherslur á fjölbreyttar matsaðferðir. Þeir byggja einkunnir síður á lokaprófum og segja að nemendum sé ljóst á hverju loka- matið sé byggt. Líklega eru skrifleg lokapróf stýritæki kennara í þessum skólum á skipulag náms og kennslu og hafa það að markmiði að nemendur fái þjálfun í að taka próf. Slík niðurstaða kemur ekki á óvart þar sem skrifleg próf hafa verið algengasta matsform kennara. Í ljósi niðurstaðna, sem hér hafa komið fram, getur viðhorf kennara til starfsins skipt máli en líklega má skýra afstöðu þeirra sem kenna í fjölmennustu skólunum með því að þeir hafa lengri starfsreynslu. Það má leiða líkum að því að þeir hafi, frek- ar en kennarar í fámennari skólum, persónulega reynslu af námsmati sem miðaðist við miðsvetrarpróf og vorpróf. Á hinn bóginn benda niðurstöður til þess að óreyndir kennarar hafi ekki eins skýra mynd af stefnu skólans og hinir reyndari og geri sér síð- ur grein fyrir stefnu skólans í námsmati. Líklegt má telja að vitund kennara um stefnu skólans og áherslur í námsmati mótist af reynslu þeirra af kennslu en það er skoðun Stiggins og Conklin (1992) sem telja að kennarar hafi litla þjálfun í námsmati og þrói kunnáttu sína jafnhliða kennslu. Skipuleggjendur skólastarfs þurfa að huga betur að þeirri staðreynd að nýir kenn- arar þurfa stuðning við gerð námsmats og að skólanámskráin þarf að vera svo skýr að hún nýtist kennurum í starfi. Mikilvægt er að kennurum sé ljóst til hvers er ætlast af þeim við gerð námsmats en ekki verður annað séð en vandi margra kennara sé að opinber stefna skólans er óljós. Þátttakendur í rannsókninni virðast ekki sækjast eftir þátttöku nemenda við að ákveða þau markmið sem lögð eru til grundvallar eða láta þá leggja mat á eigin náms- vinnu eða jafningja sinna. Af niðurstöðum rannsóknarinnar að dæma eru nemendur ekki virkir þátttakendur í námsmatsferlinu, en það kemur heim og saman við skoðun Stiggins og Chappuis (2002) sem telja að kennarar hafi tilhneigingu til að líta á nem- endur sem óvirka þátttakendur í námsmati.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.