Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 61

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 61
61 ERNA INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR fái einkunnir sem auk þess eru samsettar úr niðurstöðum skyndiprófa, ritunarverk- efna eða mati á afurðum þeirra. Jafnframt hafa framfarir og iðni nemenda yfir vet- urinn, vinnubrögð og frágangur verkefna og virkni nemenda áhrif á einkunnagjöfina. Það kemur heim og saman við niðurstöðu erlendra rannsókna (McMillan, 2001). Í sjálfu sér þarf ekki að koma á óvart að einkunnagjöf kennara sem kenna aðrar náms- greinar en bóklegar byggist á vinnubrögðum, leikni eða iðni nemenda. Gera má ráð fyrir að áherslur í einkunnagjöf í þeim greinum geti að einhverju leyti verið aðrar. Aftur á móti telja Gronlund (1998, 2003), McMillan (2001) og Wiggins (1996) að framfarir, vinnubrögð eða virkni nemenda eigi ekki að hafa áhrif á einkunnir nemenda og álíta að kennarar eigi að aðgreina slíka þætti í vitnisburði. Líklega er ekki mikill munur á íslenskum kennurum og erlendum hvað varðar ein- kunnagjöf. Ekki verður annað séð en að námsmat kennara endurspegli afstöðu þeirra til gildis náms og kennslu en það bendir til þess að kennarar hafi eigin stefnu í náms- mati (Cizak, Fitzgerald og Racher, 1995). Undir það taka Stiggins og Conklin (1992) og segja að kennarar noti mismunandi viðmið við einkunnagjöf sem miðist við hvað þeir telji sjálfir vera sanngjarnt gagnvart nemendum. Gera má ráð fyrir að íslenskir kennarar líti t.d. á viðleitni eða framfarir nemenda á sama hátt og starfsfélagar þeirra í öðrum löndum. Enn fremur má gera ráð fyrir að þeir fari að einhverju leyti eftir eigin hyggjuviti og hafi velferð nemenda að leiðarljósi og taki þannig inn í matið þá þætti sem þeir telji nemendum til tekna. Ef að nemendur sýna góð vinnubrögð og virkni en eiga hugsanlega í erfiðleikum með að tileinka sér þekkingu og skilning á námsefninu vegi hinir jákvæðu þættir meira í námsmati þeirra en hinir neikvæðu. Mat á að vera leiðsögn fyrir nemendur (Gronlund, 1998) en ekki að kortleggja mistök þeirra. Kenn- arar þurfa ekki að gefa einkunn fyrir öll verkefni eða próf. Matsniðurstöður eiga ekki einungis að miðast við einkunnagjöfina því jafnmikilvægt er að þær veiti nemendum leiðsögn sem stuðlar að framförum þeirra í námi (Gronlund, 2003). Í þessu sambandi hafa vaknað spurningar um hvort kennarar hafi áreiðanlegar upplýsingar um það sem býr að baki tiltekinni námshegðun nemenda. Wiggins (1996) telur að kennurum sé vorkunn þar sem fáir skólastjórnendur geri ráð fyrir þeirri vinnu eða gefi tíma til þess að rökræða einkunnagjöfina eða vitnisburðinn. Hann telur að í stað þess að leysa matsvandamálið sameiginlega þurfi kennarar að gera það einir. Valið var að gera megindlega rannsókn þar sem lítið er vitað um viðhorf kennara til námsmats hér á landi. Þótt erlendar rannsóknir veiti vísbendingar um stöðu mála er hæpið að yfirfæra niðurstöður þeirra gagnrýnislaust yfir á íslenskar aðstæður. Rann- sóknin gefur aðeins ákveðnar vísbendingar eða yfirlit um skoðanir íslenskra kennara í þessum efnum og í framhaldi væri spennandi að gera eigindlega rannsókn til að skoða nánar viðhorf kennara til þessa málefnis. Þar gætu viðtöl komið að góðum notum. LOKAORÐ Stefnumörkun skóla í námsmati þarf að gera ráð fyrir fjölbreyttum leiðum og end- urspegla áherslur skólans. Afar mikilvægt er að námsmat í skólum sé vel skipulagt og að upplýsingum úr matsniðurstöðum sé miðlað oft og reglulega til nemenda og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.