Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 80
80
HVERNIG RÆTT IST SPÁ IN?
alls, þar af 36 réttum og aðeins 2 röngum7. Farið var yfir textann með beinum fyrirmæl-
um (12. borð og aðgreining) og var það í fyrsta skipti sem þessi texti var kenndur.
Nemandinn las textann í annað sinn og náði þá 42 atkvæðum alls, eða 40 réttum og
2 röngum. Þá var farið yfir textann með beinum fyrirmælum (sömu skynjunar- og
verkleið) og las nemandinn textann í þriðja sinn. Í það skiptið var lesturinn villulaus
og náði hann 52 atkvæðum rétt lesnum (sjá 4. tafla). Það þýðir að afkastaaukningin
milli fyrstu og þriðju mælingar þennan dag, miðað við tvöföldun á viku, var liðlega
þre-föld (16/5,14 = 3.11x)8. Í ljósi svo afgerandi framfara var kennsluáætluninni breytt
og ákveðið að æfa áfram lestur á 1. texta, sem og öðru sambærilegu efni (3. stigi). Höf-
undur spáði að yrði textinn kenndur áfram með DI–PT kennslutvennunni eftir svo
ítarlega þjálfun í hljóðgreiningu og blöndun gæti nemandinn tvöfaldað leshraða á 1.
texta sem mældur var 15. apríl á aðeins einni viku. Miðað við stöðuna, sem var 36 rétt
lesin atkvæði á mínútu, yrði fjöldi rétt lesinna atkvæða eftir sjö kennsludaga þar af
leiðandi 72 á mínútu. Byrjað var að kenna þann 26. apríl. Í tímunum var 1. texti lesinn
ýmist einu sinni eða tvisvar og alltaf farið yfir hann með beinum fyrimælum (12. borð
og aðgreining) milli umferðanna. Spáin gekk vel eftir. Hinn 3. maí, sem var sjöundi
dagurinn sem kennt var, reyndist nemandinn lesa 83 atkvæði alls, þar af 81 rétt og 2
röng sem eru 9 rétt lesin atkvæði umfram það sem spáð var (5. tafla). Á lestri 1. texta
var afkastaaukningin eftir fyrstu kennsluvikuna rúmlega tvöföld, eða 2,25x.
Höfundur vill árétta, að afkastaaukning (hröðun) nemandans er talin frá fyrstu
mælingu þann 15. apríl til mælingarinnar eftir kennsluna aðra daga. Hröðunarkortið
á 2. mynd sýnir rauntíðni leshraða samkvæmt mælingunni þann 18. janúar og fyrstu
7 Höfundur spilaði báðar upptökurnar á lestri nemandans á 1. texta frá 18. janúar og frá 15. apríl
2005 við flutning erindisins Íslensk dæmi um frumkennslu í lestri ásamt færniþjálfun og árangursmæl-
ingum á ráðstefnunni Læsi á 21. öldinni. Hvar stöndum við, hvert stefnum við? sem haldin var á vegum
skólaþróunarsviðs Háskólans á Akureyri þann 16. apríl 2005.
8 Nemandinn bætti sig um 16 atkvæði milli 1. og 3. mælingar, en ætti samkvæmt forspá um tvöföld-
un afkasta eftir sjö kennsludaga (36+36) að bæta sig að jafnaði um liðlega 5 rétt lesin atkvæði á dag
alla vikuna (36/7=5,14).
Tafla 5 – Fjöldi rétt lesinna atkvæða á 1. texta fyrra tímabil kennslunnar.
Annars vegar samkvæmt spá höfundar um tvöföldun afkasta á sjö kennsludögum.
Hins vegar með rauntölum fyrir þrjár mælingar eftir kennslu þann daginn.
Fjöldi rétt/ranglega lesinna atkvæða á einni mínútu
Dagsetningar Kennsludagar Forspá Rauntölur Skýringar
2005 á 1. texta
15. apríl 1. 36 Viðmið. Mæling eftir 53 tíma við
æfingar lykilatriða. Þar af 43 tíma
með hljóðgreiningu og blöndun og
10 tíma með innstæðum, einföldum
og tvöföldum samhljóðum
26. apríl 2. 53 Staða samkvæmt mælingu
03. maí 7. 72 81 Staða samkvæmt mælingu.
Vöxtur eftir fyrstu viku = 2,25x