Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 86

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 86
86 HVERNIG RÆTT IST SPÁ IN? voru villurnar mun fleiri eða 10. Fyrsta mæling á 4. texta er heldur ekki langt frá fyrstu mælingu 1. texta sem var 36/2. Afköst í fyrstu lestrum á 1., 3. og 4. texta þann 15. apríl, 3. maí og 11. maí voru svipuð, frá 31/2 til 36/2. Hraði á lestri 2. texta í fyrstu mælingu þann 25. apríl var hins vegar heldur meiri en hinna; bæði rétt lesinna og ranglega lesinna atkvæða (40/16). Mestu afköstin náðust einnig í lestri þess texta áður en kennslu lauk. Ekki fæst svar við því hér hver ástæðan var, en framfarir nemandans voru örari í lestri 1. og 3. texta eins og 3. mynd sýnir. Seinna kennslutímabil Hlé var gert á kennslunni í fjóra mánuði og sá nemandinn ekki lestrarprófstextana á því tímabili. Þann 15. september 2005 var hraðinn svo prófaður og reyndist þá hafa dalað. Í 1. texta voru rétt lesin atkvæði 85 og 7 röng. Í 2. texta voru þau 91/4, í 3. texta 49/4 og í 4. texta 29/11. Þetta þýðir að miðað við afköst nemandans þegar kennslu lauk um vorið 2005 hafði honum farið aftur í lestri 1. texta um 1,25x, í 2. texta um 1,34x, í lestri 3. texta um 1,26x og í 4. texta um 1,09x. Þess skal einnig getið að nem- andanum virtist hafa farið aftur í tali og kennarinn skyldi varla hvað hann sagði. Í kjölfarið var ákveðið að halda lestrarkennslunni áfram og var kennt með hléum veturinn 2005–2006. Byrjað var á að athuga hvort kunnátta nemandans í að umskrá bókstafi í málhljóð og málhljóð í bókstafi úr því efni sem kennt var fyrri veturinn væri enn fyrir hendi. Þegar svo reyndist var haldið áfram að æfa hljóðgreiningu þeirra málhljóða og sam- stafa sem ekki náðust áður en kennslu lauk fyrri veturinn, ásamt blöndun málhljóða og hraðlestri ein- og fákvæðra orða. Sama námsefni var notað og fyrr og sömu aðferð- um beitt við kennsluna. Þann 24. janúar (sem var 44. tími seinna kennslutímabilsins) vildi nemandinn ekki æfa lengur hljóðgreiningu og blöndun málhljóða (1. stigi og 2. stigi). „Ég get þetta, ég er búinn með þetta, ég vil lesa löngu orðin“. Var þá skipt um námsefni. Fyrst las nemandinn fjölkvæð og samsett orð, svo sem „kirfilegur“, „passíu- sálmar“ og „hrokkinskeggi“, og síðan las hann samfellda texta (Sigríður Ólafsdóttir, 2003) í 20 kennslustundir (til 8. mars), auk annarra verkefna (3. stigi). Unnið var sam- kvæmt skynjunar- og verkleið á 12. borði, en aðgreiningu alveg sleppt. Á 7. töflu sjást mælingar á öllum próftextunum (1.–4.) yfir bæði tímabilin frá janúar 2005 til mars 2006 auk mælinga á lestri sömu texta í mars 2007, um einu ári eftir að DI–PT kennslunni lauk. Lestrarmælingarnar frá mars 2006 og 2007 eru einnig sýndar á 3. mynd, 5. og 6. mælibili. Í mars 2006 hafði nemandinn ekki séð próftextana í sex mánuði. Mælingarnar sýndu að við lestur á 1. texta náði nemandinn á einni mínútu að lesa 151 rétt atkvæði og eitt rangt. Lestur hans á 2. texta mældist einnig 151/1. Afköstin í lestri 3. texta reynd- ust 138/1 og í 4. texta 99/1. Þegar þessi staða er skoðuð út frá mælingunum haustið áður þegar kennarinn hitti nemandann aftur eftir langt sumarfrí, höfðu afköstin eftir kennsluna um veturinn aukist sem þessu nemur: Í 1. texta 1,8x, í 2. texta 1,7x, í 3. texta 2,8x og í 4. texta 3,4x. Þegar þessi mæling 2006 er einnig skoðuð út frá viðmiðsmæl- ingum (7. tafla) hefur leshraði nemandans á 1. texta rúmlega fjórfaldast (4,2x, 151:36) og á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.