Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 101

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 101
101 BIRNA M. SVANBJÖRNSDÓTT I R Þátttakendur Vorið 2003 voru spurningalistar lagðir fyrir foreldra 4–12 ára barna (árgangar ́ 99–´91), 10 stúlkna og 10 drengja í hverjum árgangi, eða samtals 180 aðila í viðkomandi skól- um. Þýðið var forráðamenn 433 barna og er því úrtakið 41,5% af þýðinu. Notuð var slembiúrtaksaðferð við val á úrtaki. Miðar með nöfnum allra stúlkna og drengja í hverjum árgangi voru settir í aðskilda kassa og síðan voru dregnir tíu miðar úr hvor- um kynjakassa. Mælitæki Gerður var spurningalisti sem var forprófaður af foreldrum úr foreldrafélögum skóla- hverfisins þar sem hann var lagður fyrir. Farið var með foreldrunum í gegnum það hvaða skilning þeir lögðu í mismunandi hugtök og tekið mið af athugasemdum þeirra. Spurningarnar skiptust í þrjá meginflokka og fengu forráðamenn allra aldurshópanna sömu spurningarnar. Þetta voru: • Spurningar sem höfða til innsæis foreldranna í líðan og tilfinningar barna sinna, svo sem hvernig foreldrar telja að börnum sínum gangi í samskiptum við önnur börn. • Spurningar um foreldrahlutverkið, þ.e. uppeldi og félagsmótun. Til dæmis var spurt hvernig foreldrar teldu sig í stakk búna til að ala barnið upp. • Lýðfræðilegar spurningar, svo sem um aldur, kyn og menntun. Spurningarnar voru af þremur gerðum. Það voru raðkvarðaspurningar þar sem svarmöguleikar voru yfirleitt fimm, já/nei spurningar, stundum hálflokaðar, og nafn- kvarðaspurningar þar sem í sumum tilfellum var hægt að velja fleiri en einn svar- möguleika. Dæmi um svarmöguleika í raðkvarðaspurningu er: Mjög vel, nokkuð vel, sæmilega, ekki nógu vel, illa. Dæmi um hálflokaða já/nei spurningu er: Finnst þér skólinn taka á ábyrgan hátt þátt í uppeldi barnanna? Já, að einhverju leyti, nei. Ef já, þá hvernig? Nafnkvarðaspurning þar sem hægt var að velja fleiri en einn möguleika er t.d.: Á hvern hátt myndir þú kjósa að fá stuðninginn? Í formi fyrirlestra, vinnu í skól- anum, námskeiðum, umræðuhópum, leshringjum, með persónulegri ráðgjöf, annan, þá hvern. Svarendum var auk þess gefinn kostur á því að bæta við orðum eða skýra svör sín ef þeim þótti þurfa. Spurningalistarnir voru sendir heim í lokuðum umslögum með nemendum úr skólanum í maí 2003 en kennarar tóku að sér að dreifa spurningalistunum og safna þeim saman. Því var ekki stýrt á nokkurn hátt hvort fleiri en einn spurningalisti færi inn á hvert heimili. Svarendur voru hvattir til að skila spurningalistanum þó að þeir af einhverjum ástæðum svöruðu ekki öllum spurningunum á honum og var unnið úr þeim þó að þeim væri ekki fullsvarað. Ítrekunarbréf var sent einu sinni til allra í úrtak- inu. Spurningalistarnir voru ekki rekjanlegir til svarenda á nokkurn hátt. Foreldrar gáfu upplýst samþykki.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.