Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Síða 110
110
VI L JA FORELDRAR STUÐNING Í FORELDRAHLUTVERK INU?
ekki gerðu það í tveimur þáttum foreldrahlutverksins. Þeir sem álitu sig örugga í að
takast á við ágreining og þeir sem töldu sig vel í stakk búna til að ala upp barn óskuðu
síður eftir stuðningi en hinir. Þetta eru mikilvægar niðurstöður. Þær sýna samræmi í
svörun og benda til nokkurs innsæis foreldra og forráðamanna þar sem þeir virðast
átta sig á öryggi eða öryggisleysi sínu og færni eða færniskorti í uppeldismálum og
óska eftir stuðningi í samræmi við það. Þetta undirstrikar einnig mikilvægi uppeld-
ishátta, samanber rannsóknir Baumrind (1991) sem greint er frá í inngangi.
Við skoðun á fylgni milli viðhorfa, innsæis og aldurs barna þess hóps foreldra sem
óskaði eftir stuðningi í foreldrahlutverkinu má m.a. greina marktæka neikvæða fylgni
milli aldurs og líðanar barns í skóla og marktæka jákvæða fylgni milli líðanar barns í
skóla og líðanar barns í frítíma. Velta mætti fyrir sér hvort ástæðan fyrir verri líðan hjá
eldri börnum en yngri geti verið sú að foreldrar, skólar og aðrar stofnanir samfélagsins
styðji síður við bakið á foreldrum eldri barna og séu ekki nógu vakandi fyrir eða þekki
ekki þá áhættuþætti sem geta verið til staðar. Einnig gæti hugsast að samvinna milli
stofnana sé minni þegar um stálpuð börn er að ræða. Ekki má þó líta fram hjá því að
skýringin gæti eins verið sú að eldri börn tjái líðan sína skýrar en yngri börn. Í þessu
sambandi er mikilvægt að hafa kenningu Bronfenbrenner í huga og líta á mikilvægi
þess að efla samverkandi þætti á mismunandi sviðum (hringjum) í umhverfi barns,
þ.e. nánasta umhverfi, samfélagið og menninguna.
Víða greindist jákvæð, marktæk fylgni milli mismunandi þátta hjá þeim sem ósk-
uðu eftir stuðningi í foreldrahlutverkinu. Greinileg fylgni var á milli einstakra þátta
í foreldrahlutverkinu annars vegar og milli atriða sem flokkast undir foreldrahlut-
verkið og innsæisþátta hins vegar. Þannig virtust svarendur sem töldu sig sterka á
einu sviði foreldrahlutverksins einnig telja sig sterka á öðru og öfugt. Samræmi var í
svörun að þessu leyti.
Þeim foreldrum og forráðamönnum sem sögðust vilja stuðning í foreldrahlutverk-
inu var gefinn kostur á að merkja við fleiri en eitt atriði sem þeir vildu stuðning í eða
nefna önnur atriði sem þeim þættu brýn. Áberandi var að valin voru þau atriði sem
gefin voru sem svarmöguleikar í spurningalistunum en örfáir nefndu annað. Ann-
aðhvort hafa svarmöguleikarnir verið tæmandi eða svarendum hefur þótt þægilegt að
merkja við þá. Vonandi er hið fyrrnefnda rétt. Sum atriðin sem fyrir fram voru nefnd
hafa verið töluvert áberandi í umræðu um börn, uppeldi og skólastarf undanfarin ár,
svo sem einelti, sjálfstraust og tilfinningaþroski. Þetta eru eigi að síður mikilvæg atriði
og eflaust hafa margir áhyggjur af þessum málum og vilja öðlast færni í að sporna
gegn og byggja upp þar sem við á.
Margir foreldrar óskuðu eftir stuðningi við að byggja upp sjálfstraust, að efla til-
finningaþroska og styrkja samskiptahætti hjá börnum sínum, en eins og fram kemur
hjá Bolwby (1988), Holmes (1993) og Sartor og Youniss (2002) eru náin tengsl foreldra
og barna ein forsenda þess að byggja upp góðan persónuþroska hjá börnum og stuðla
að sjálfstrausti og er því til mikils að vinna. Eins geta þessir þættir verndað börn og
ungmenni ef þeir eru til staðar en ógnað heilsu þeirra og lífsgæðum ef þeir eru ekki til
staðar (Beinart o.fl., 2002 og Sigrún Sveinbjörnsdóttir, 2003a). Einnig óskuðu margir
foreldrar eftir stuðningi við að bregðast við eineltismálum. Það er vitað að einelti á