Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 142

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 142
142 ÞRÓUN TEXTAGERÐAR FRÁ M IÐBERNSKU T I L FU L LORÐ INSÁRA sjálfir voru í aðalhlutverki (sjá nánar í kafla um aðferðir). Sjónarhorn frásagnarinnar var því jafnframt sjónarhorn sögumanns (fyrstu persónu frásögn), og burðarás textans raunverulegir atburðir sem gerst höfðu í ákveðinni tímaröð og sögumaður gat haft til halds og trausts við textagerðina. [Sjá dæmi 1 og 2 í 1. ramma]. 1. rammi. Frásagnir Dæmi 1. Rituð frásögn 11 ára drengs. Einu sinni á ganginum þegar ég var að koma úr frímínótum [: frímínútum] þá var mér hrint. Ég hrinti honum á móti. Hann hrinti mér aftur. Ég hrinti á móti. Síðan hrinti hann mér aftur. Þá kíldi [: kýldi] ég hann. Dæmi 2. Rituð frásögn 17 ára menntaskólastúlku. Í páskafríinu síðasta var ég og vinkona mín að vinna í sjálfboðavinnu í kirkju hér í bænum. Við vorum að selja miða á tónleika sem fóru fram í kirkjunni og afhenda blóm og fleira. Kona sem oft er í kirkjunni við störf var þarna líka og sá um að afgreiða kaffi og meðlæti sem var selt í hléinu. Eftir tónleikana var talað við okkur vinkonurnar og okkur sagt að peningum [: peningar] sem komu inn í kaffisölunni hefðu horfið þaðan sem konan hafði látið þá. Við vorum spurðar hvort við hefðum séð einhvern á flækingi á meðan tónleikarnir stóðu yfir því kirkjan var læst og enginn átti að hafa komist inn. Við sögðum auðvitað eins og satt var að við hefðum setið og hlustað á tónleikana en komið nokkrum mín- útum fyrir lok þeirra til að afhenda blóm í lokin og ekki orðið neins var [: varar]. Ekki veit ég hver málalokin urðu en líklegast er að konugreyið hafi hlaupið á sig og ruglast þegar hún taldi saman peningana því það var ekki um neinar stórar upphæðir að ræða. Að minnsta kosti varð ekki úr þessu neitt stórmál og enginn sakfelldur. Álitsgerðir hafa ekkert haldreipi af þessu tagi. Í þessari rannsókn voru þátttakendur beðnir að fjalla almennt um vandamál af því tagi sem frásögn þeirra tók til. Hér er því engu sögusviði eða tímaröð til að dreifa; inntak álitsgerða er tímalausar staðhæfingar, tilgátur og alhæfingar, óháðar tilteknum persónum, stað eða stund, og svo umfjöllun eða rök með og á móti hinum ýmsu sjónarmiðum. Höfundur stillir sér upp utan text- ans – sjónarhorn hans er ópersónulegt. [Sjá dæmi 3 og 4 í 2. ramma]. 2. rammi. Álitsgerðir. Dæmi 3. Rituð álitsgerð 11 ára drengs Það kemur fyrir að slagsmál komi [: koma] upp í bekkjardeildum. Þá oft fyrir misskylning [: misskilning]. Til dæmis ef einhver rekst óvart á einhvern og hinn dettur og heldur að honum hafi verið hrint viljandi. Dæmi 4. Rituð álitsgerð 17 ára menntaskólastúlku Eins og allir vita eru lög og reglur settar bæði í samfélaginu öllu og líka sérhæfðari eins og reglur í skóla [: skólum], á vinnustöðum, opinberum stofnunum og á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.