Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Qupperneq 165
165
HANNA RAGNARSDÓTTIR, HILDUR BLÖNDAL
Hvernig verður þá best komið til móts við alla? Á háskólinn að aðlagast breyttum
nemendahópi eða er það nemendanna að aðlagast háskólanum? Að þessu spyr Nieto
(1999) og reynir þannig að hreyfa við ríkjandi hugmyndum um að það sé alltaf þeirra sem
tilheyra etnískum, málfarslegum, efnahagslegum eða landfræðilegum minnihlutahópi
að aðlagast. Í ljósi þeirrar umræðu sem getið hefur verið hér að framan, og m.a. hefur
farið fram undir merkjum hins samevrópska háskólasvæðis er greinilegt að auknar
kröfur eru nú gerðar til háskóla um að laga sig að fjölbreyttum nemendahópum.
FJÖLBREYTTIR NEMENDAHÓPAR Í HÁSKÓLUM
Samkvæmt Altbach (2004) er fjöldi nemenda sem stunda nám í háskólum utan síns
heimalands nú alls um 1,5 milljónir hverju sinni. Að auki fer mikill fjöldi fræðimanna
og vísindamanna milli landa tímabundið til rannsókna eða kennslu. Altbach nefnir
að flestir nemendur sem stunda nám í háskólum utan síns heimalands fái ekki ein-
ungis menntun á sínu sviði, heldur taki að auki upp norm og gildi sem ríkjandi eru í
háskólunum. Erlendir nemendur beri þannig með sér tiltekna akademíska menningu,
sem hafi ekki í öllum tilfellum gildi fyrir upprunalönd þeirra og nýtist þeim misvel ef
þeir snúa til síns heimalands. Í þessu samhengi er mikilvægt að velta fyrir sér nauð-
syn þess að háskólar þrói með sér stofnanamenningu sem hentar betur vaxandi fjöl-
breytileika nemendahópa. Þessi umræða tengist stærri samfélagslegum spurningum
um jafnrétti og mismunun í menntun og hvernig hægt sé að taka tillit bæði til meiri-
hluta- og minnihluta nemenda í þróun menntunar í fjölmenningarsamfélagi (Banks,
2005; Ladson-Billings, 2003; May, 1999; Nieto, 1999). Niðurstöður ýmissa rannsókna
sem snerta fjölbreytta nemendahópa á háskólastigi, jafnrétti, mismunun og mannauð
benda m.a. til þess að margir erlendu nemendanna velji háskóla þar sem nemenda-
hópur er fjölbreyttur og þar sem þeir vita að viðhorf til fjölbreytileikans eru jákvæð
(Reay, David og Ball, 2005). Aðrar rannsóknir benda til þess að stofnanabundinn ras-
ismi sé enn algengur í háskólum, en hann er almennt skilgreindur sem „misbrestur
stofnunar í að veita fólki, vegna húðlitar þess, menningar eða uppruna, viðeigandi
og faglega þjónustu“ (Pilkington, 2004). Stofnanabundinn rasismi getur m.a. falist í
mismunun í aðgengi að háskólum, mismunun gagnvart nemendum af hálfu kennara,
svo og fábreytni í námi og kennslu (Back, 2004; Sharma, 2004). Rannsóknir á reynslu
erlendra nemenda af háskólanámi sýna að margir þeirra eiga í miklum erfiðleikum
vegna framandi umhverfis og væntinga í háskólunum. Bent er á að margir erlendu
nemendanna þurfi sérstakan stuðning í upphafi á meðan þeir ná áttum í hinu nýja
umhverfi. Hætta er á að sjálfsvirðing þeirra bíði hnekki þegar þeir takast á við nýtt há-
skólaumhverfi. Í þessu samhengi skiptir þó máli hversu ólíku umhverfi þeir koma úr
í upprunalandinu. Margir erlendir nemendur eigi auk þess í erfiðleikum með að átta
sig á hvers konar þátttöku sé vænst af þeim, hvort þeir eigi að vera virkir og gagnrýn-
ir í umræðum eða þöglir og samþykkir síðasta ræðumanni. Einnig sé oft óljóst fyrir
erlendu nemendunum hvaða viðmið eru ríkjandi varðandi málfar og tjáningu. Í stuttu
máli má tala um menningaráfall þegar verst lætur (Ryan, 2005).
Ryan og Carroll (2005) benda í nýlegri grein sinni á að vaxandi fjölbreytileiki nem-