Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 168

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 168
168 HÁSKÓLAST IG IÐ Í L JÓS I HNATTVÆÐINGAR nemendahóp. Í þróun fjölmenningarlegrar námskrár þarf sérstaklega að gæta þess að hið hefðbundna liggi ekki áfram til grundvallar og hið óhefðbundna verði á jaðrinum í námskránni. Fjölmenningarleg námskrá þarf að ganga lengra en að bæta við því sem er „öðruvísi“, svo sem „öðruvísi þekkingu“ og „annarri menningu“. Slíkt sjónarhorn gerir, að mati Sharma, ekkert annað en að viðhalda óbreyttri valdastöðu og hefðbund- inni akademískri þekkingu. Af framangreindri umræðu má álykta að meginniðurstöður fræðimanna um háskóla í fjölmenningarsamfélögum séu í stórum dráttum á þá leið að í fjölmenn- ingarsamfélögum nútímans sé þörf fyrir opna og aðgengilega háskóla sem starfi á jafnréttisgrundvelli; háskólamenntun, þ.m.t. kennaramenntun, sem tekur tillit til menningarlegs fjölbreytileika á gagnrýninn hátt; aukna þekkingu kennara á öllum skólastigum á þróun fjölmenningarlegra samfélaga, starfsþróun kennara og loks sam- stöðu um tiltekna hugmyndafræði og grunngildi. Fjölbreyttir nemendahópar í háskólum á Íslandi Nýjar tölur um nemendafjölda í háskólum á Íslandi benda til þess að menningarleg- ur fjölbreytileiki fari þar ört vaxandi. Í Háskóla Íslands voru t.d. erlendir nemendur skólaárið 2001–2002 alls 559 (Háskóli Íslands, 2007a). Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt frá þeim tíma og skólaárið 2006–2007 er heildarfjöldi þeirra 744, eða 7,23% af heild- arfjölda skráðra nemenda við skólann (Sigrún Valgarðsdóttir, tölvupóstur 29. maí 2007). Þar af eru skiptinemar 347 (Háskóli Íslands, 2007b). Í Kennaraháskóla Íslands hefur fram að þessu ekki verið hægt að fá nákvæmar tölur yfir heildarfjölda nemenda af erlendum uppruna eða nemenda með annað móðurmál en íslensku. Þó er hægt að kalla fram ríkisfang nemenda úr nemendaskrá. Upplýsingar um ríkisfang gefa þó ekki tæmandi upplýsingar um menningarlegan fjölbreytileika, þar sem nemendur af erlendum uppruna sem fengið hafa íslenskt ríkisfang koma þar ekki fram. Nýjar tölur um fjölda nemenda við KHÍ (Nemendaskrá KHÍ, tölvupóstur 17. október 2007) sýna að 48 nemendur með erlent ríkisfang stunda nám við skólann haustið 2007, með alls 20 erlend ríkisföng. Þar eru ekki meðtaldir rúmlega 20 skiptinemar sem stunda nám við skólann á misserinu. Þegar rannsóknin var gerð var ekki hægt að afla upplýsinga í nemendaskrá KHÍ um uppruna og móðurmál nemenda. Sú leið var þá valin að áætla fjöldann með því að rýna í nöfn nemenda í nemendaskrá. Þannig má áætla að erlendir nemendur sem stunduðu hefðbundið nám hafi samkvæmt yfirliti frá nemendaskrá verið u.þ.b. 50 talsins árið 2006, en það ár voru skiptinemar 43 (Kennaraháskóli Ís- lands, 2007a), alls um 93 erlendir nemendur eða um 5,9% af heildarfjölda nemenda. Þegar bornar eru saman upplýsingar frá fyrri árum má áætla að fjöldi nemenda með annað móðurmál en íslensku í KHÍ hafi meira en tvöfaldast frá árinu 2004 til 2007.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.