Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Síða 168
168
HÁSKÓLAST IG IÐ Í L JÓS I HNATTVÆÐINGAR
nemendahóp. Í þróun fjölmenningarlegrar námskrár þarf sérstaklega að gæta þess að
hið hefðbundna liggi ekki áfram til grundvallar og hið óhefðbundna verði á jaðrinum
í námskránni. Fjölmenningarleg námskrá þarf að ganga lengra en að bæta við því sem
er „öðruvísi“, svo sem „öðruvísi þekkingu“ og „annarri menningu“. Slíkt sjónarhorn
gerir, að mati Sharma, ekkert annað en að viðhalda óbreyttri valdastöðu og hefðbund-
inni akademískri þekkingu.
Af framangreindri umræðu má álykta að meginniðurstöður fræðimanna um
háskóla í fjölmenningarsamfélögum séu í stórum dráttum á þá leið að í fjölmenn-
ingarsamfélögum nútímans sé þörf fyrir opna og aðgengilega háskóla sem starfi á
jafnréttisgrundvelli; háskólamenntun, þ.m.t. kennaramenntun, sem tekur tillit til
menningarlegs fjölbreytileika á gagnrýninn hátt; aukna þekkingu kennara á öllum
skólastigum á þróun fjölmenningarlegra samfélaga, starfsþróun kennara og loks sam-
stöðu um tiltekna hugmyndafræði og grunngildi.
Fjölbreyttir nemendahópar í háskólum á Íslandi
Nýjar tölur um nemendafjölda í háskólum á Íslandi benda til þess að menningarleg-
ur fjölbreytileiki fari þar ört vaxandi. Í Háskóla Íslands voru t.d. erlendir nemendur
skólaárið 2001–2002 alls 559 (Háskóli Íslands, 2007a). Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt
frá þeim tíma og skólaárið 2006–2007 er heildarfjöldi þeirra 744, eða 7,23% af heild-
arfjölda skráðra nemenda við skólann (Sigrún Valgarðsdóttir, tölvupóstur 29. maí
2007). Þar af eru skiptinemar 347 (Háskóli Íslands, 2007b). Í Kennaraháskóla Íslands
hefur fram að þessu ekki verið hægt að fá nákvæmar tölur yfir heildarfjölda nemenda
af erlendum uppruna eða nemenda með annað móðurmál en íslensku. Þó er hægt
að kalla fram ríkisfang nemenda úr nemendaskrá. Upplýsingar um ríkisfang gefa þó
ekki tæmandi upplýsingar um menningarlegan fjölbreytileika, þar sem nemendur af
erlendum uppruna sem fengið hafa íslenskt ríkisfang koma þar ekki fram. Nýjar tölur
um fjölda nemenda við KHÍ (Nemendaskrá KHÍ, tölvupóstur 17. október 2007) sýna
að 48 nemendur með erlent ríkisfang stunda nám við skólann haustið 2007, með alls
20 erlend ríkisföng. Þar eru ekki meðtaldir rúmlega 20 skiptinemar sem stunda nám
við skólann á misserinu. Þegar rannsóknin var gerð var ekki hægt að afla upplýsinga í
nemendaskrá KHÍ um uppruna og móðurmál nemenda. Sú leið var þá valin að áætla
fjöldann með því að rýna í nöfn nemenda í nemendaskrá. Þannig má áætla að erlendir
nemendur sem stunduðu hefðbundið nám hafi samkvæmt yfirliti frá nemendaskrá
verið u.þ.b. 50 talsins árið 2006, en það ár voru skiptinemar 43 (Kennaraháskóli Ís-
lands, 2007a), alls um 93 erlendir nemendur eða um 5,9% af heildarfjölda nemenda.
Þegar bornar eru saman upplýsingar frá fyrri árum má áætla að fjöldi nemenda með
annað móðurmál en íslensku í KHÍ hafi meira en tvöfaldast frá árinu 2004 til 2007.