Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Síða 175
175
HANNA RAGNARSDÓTTIR, HILDUR BLÖNDAL
„Ég hef gaman af þessu, ég vil hvetja fólkið mitt og erlent fólk almennt ... ekki gefast
upp, láta áhugann ráða ferð og draumana rætast. Þetta er allt í góðu lagi.“
Viðtöl við forstöðumenn námsbrauta og námsráðgjafa: Niðurstöður
Eins og að framan greinir voru tveir forstöðumenn námsbrauta og tveir námsráðgjafar
beðnir að meta stöðuna í málefnum erlendra nemenda. Helstu niðurstöður úr þeim
viðtölum fara hér á eftir.
Forstöðumenn og námsráðgjafar voru sammála um að upplýsingaflæði til nem-
enda væri ekki nógu gott, nemendur þyrftu frá upphafi að vita hvaða þjónusta væri
í boði fyrir þá. Forstöðumennirnir sögðust finna mismikið fyrir fjölgun nemenda af
erlendum uppruna og skýrist það e.t.v. af því hversu misfjölmennar námsbrautirnar
eru og hve ólík tengsl nemendur hafa af þeim sökum við forstöðumenn einstakra
brauta. Forstöðumennirnir nefndu að vandamál sem upp kæmu tengdust gjarnan
hópastarfi og að bæði erlendir og íslenskir nemendur kvörtuðu undan því. Forstöðu-
menn og námsráðgjafar höfðu allir hugmyndir um hvað mætti bæta í þjónustu við
nemendur og hvaða breytingar þessu tengdar væru æskilegar við KHÍ. Þeir nefndu
að upplýsingar til nemenda, t.d. um þjónustu sem býðst, þyrftu að vera betri, svo og
að upplýsingar um nemendur (sem koma fram í umsókn) þyrftu að vera aðgengilegar
kennurum og námsráðgjöfum. Í umsókn þyrfti að koma fram móðurmál og þjóðerni
nemanda. Allir voru sammála um mikilvægi þess að „hrista“ nemendur vel saman í
upphafi náms og að slíkt nýttist kennurum jafnt sem nemendum. Einnig nefndu þeir
að þjálfa þyrfti samskipti meðal nemenda, horfast í augu við ólíkar námsaðferðir og
námsstíl nemenda og kynna kennurum kennsluhætti sem henta fjölbreyttum nem-
endahópum. Einnig kom fram að oft væri litið á fjölbreytileika nemendahópa sem
vandamál. Þá var nefnt að hafa mætti viðtöl við nemendur í upphafi náms til að at-
huga stöðu þeirra og þarfir, einnig inntökupróf og viðtöl í kjölfarið. Loks var nefnt að
mikilvægt væri að taka fólk ekki inn í skólann á röngum forsendum. Skýr skilaboð
væru nauðsynleg í upphafi um námið, tungumál, kröfur og fleira.
UMRÆÐA: STAÐA OG REYNSLA ERLENDRA NEMENDA
VIÐ KENNARAHÁSKÓLA ÍSLANDS
Úrtakið í þessari rannsókn á stöðu og reynslu erlendra nemenda við KHÍ er lítið en
getur þó gefið vísbendingar um stöðu erlendra nemenda við háskóla á Íslandi. Eigind-
legar viðtalsrannsóknir sem þessi gefa kost á nálægð við þátttakendur þar sem ná má
betur fram reynslu einstaklinga og sjónarmiðum en aðrar aðferðir leyfa. Ekki er vitað
til þess að fyrir liggi sambærilegar rannsóknir við aðra háskóla á Íslandi, en áhugavert
væri að gera samanburð á stöðu og reynslu erlendra nemenda við aðra háskóla.
Í rannsókninni kemur fram að aðgengi erlendu nemendanna að námi við skólann
hefur verið gott. Þess ber þó að geta, að margir þátttakendanna hafa lokið háskólanámi
áður og eru því mjög sterkir umsækjendur þegar kemur að því að meta umsóknir.
Þegar í námið er komið blasir nokkuð önnur mynd við. Þar kemur fram að lítið