Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 178
178
HÁSKÓLAST IG IÐ Í L JÓS I HNATTVÆÐINGAR
innleiða hópefli í upphafi náms í KHÍ til að efla og styrkja tengsl nemenda og kennara.
Slíkur undirbúningur ásamt fjölþættu námsmati og meðvitund kennara um jaðarstöðu
ákveðinna nemendahópa gæti gert skólann enn betur í stakk búinn til að sinna fjöl-
breyttum hópi nemenda með útgangspunkt í færni og styrkleika hvers og eins.
LOKAORÐ: ÞRÓUN HÁSKÓLA Á TÍMUM HNATTVÆÐINGAR
Háskólar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í þróun fjölmenningarsamfélaga á tím-
um hnattvæðingar, ekki síst í því að vinna gegn ójöfnuði (Altbach, 2004; Bologna
Secretariat Website, 2007; Gundara, 2000; Parekh, 2006; Pilkington, 2004). Þar sem
mótun sameiginlegrar sjálfsmyndar fer ekki síst fram í menntakerfinu (Parekh, 2006)
er mikilvægt að nemendahópar jafnt og starfsfólk háskóla endurspegli fjölbreytileika
hvers samfélags (Cordeiro o.fl., 2003; Taylor, 2000). Grundvallarhugmyndafræði há-
skóla þarf að vera hliðholl fjölbreytileikanum og taka mið af væntingum og stöðu allra
nemenda, auk þess sem mikilvægt er að virkja alla nemendur til þátttöku í háskóla-
samfélaginu (Banks, 2005; Ladson-Billings, 2003; May, 1999; Nieto, 1999; Ryan og Hell-
mundt, 2005). Brýnustu úrlausnarefni háskóla í fjölmenningarsamfélögum eru m.a. að
koma til móts við fjölbreytta nemendahópa og móta kennsluaðferðir sem hvetja alla
nemendur til þátttöku (Dunn og Carroll, 2005; Ryan og Carroll, 2005). Enn fremur er
mikilvægt að námskrár séu lagaðar að fjölbreyttum nemendahópum (Ronayne, 2000;
Sharma, 2004) og að námsmat taki tillit til fjölbreytileikans og sé sveigjanlegt (McLean
og Ransom, 2005). Loks má ítreka mikilvægi þess að háskólar séu „fjölhljóma“ eins og
Bauman (1997) hefur bent á, reiðubúnir að styðja við ólíkar hugmyndir, nálganir og
framtíðarsýn.
Fjölbreyttir nemendahópar eru sérstaklega mikilvægir í kennaranámi þegar hugað
er að menntun barna á tímum hnattvæðingar. Þessi umræða tengist spurningum um
það hvernig skuli mennta börn og ungmenni fyrir fjölmenningarlegan veruleika og
hver eigi að sinna slíkri menntun. Eins og áður hefur komið fram bendir margt til þess
að menntun sé e.t.v. eina langtímalausnin sem vinnur gegn fordómum og getur eflt
þvermenningarlega færni (American Associaton of Colleges for Teacher Education,
2003, 2004; Cordeiro o.fl. 2003; Ladson-Billings, 2001). Fjölbreyttur kennarahópur er
hvatning fyrir fjölbreyttan nemendahóp kennaraháskóla, sem aftur er jákvæð fyr-
irmynd fyrir nemendur og börn í leik- og grunnskólum þegar á starfsvettvang kenn-
ara er komið. Mikilvægt í þessu samhengi er að stuðningur við fjölbreytt móðurmál
skili sér út í skólana.
Þessi rannsókn á stöðu og reynslu erlendra nemenda við Kennaraháskóla Íslands gef-
ur vissar vísbendingar um að aðgengi erlendra nemenda að háskólum á Íslandi sé gott.
Hins vegar er ljóst að margt er óunnið þegar kemur að þróun kennaranáms sem tekur
tillit til hins fjölmenningarlega veruleika. Í háskólum á Íslandi þarf að athuga vandlega
hvort og hvers vegna tilteknir nemendahópar lenda í jaðarstöðu og vinna markvisst
gegn slíkri þróun. Í samfélagi sem þróast í átt til aukins menningarlegs og trúarlegs
fjölbreytileika vinnur gott aðgengi allra hópa að háskólanámi gegn stéttaskiptingu og
myndun margfaldra minnihlutahópa, t.d. er varðar stétt, menntun og uppruna.