Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 193

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 193
193 HAFÞÓR GUÐJÓNSSON Hvernig lærir fólk að kenna? Spurt er: Hvað er það sem skiptir mestu máli í kennaramenntun? Ég ætla að gerast svo djarfur að vinda svolítið upp á spurninguna og setja hana í persónulegt samhengi. Til mín kemur manneskja, ung kona, sem er að byrja í bransanum. Hún er upphaflega menntuð sem efnafræðingur, aflaði sér kennsluréttinda eins og sagt er og fór að kenna í framhaldsskóla. Hún varð síðan mjög áhugasöm um kennslu, fór í framhaldsnám í kennslufræði raungreina í útlöndum og er nú komin heim aftur, tilbúin að leggja sitt af mörkum til að efla kennaramenntun á Íslandi. Hún hefur fengið stöðu á Menntavís- indasviði Háskóla Íslands og er raunar ætlað það hlutverk að taka við af mér, þ.e. að kenna verðandi raungreinakennurum. Hún veit að ég hef langa reynslu á þessu sviði. Hún veit líka að ég skrifaði dokt- orsverkefni þar sem ég var að skoða minn eigin praxís sem kennari í kennslurétt- indanáminu við Háskóla Íslands og leita svara við spurningunni hvernig fólk lærir að kenna. Þess vegna ályktar hún sem svo að ég hafi eitthvað að segja um þessa hluti, eitthvað sem gæti gagnast henni í þeirri viðleitni hennar að móta sér haldgóða starfs- kenningu um kennaramenntun. Hún: Ég er að reyna að fóta mig í þessum bransa. Satt best að segja finnst mér þetta ansi flókið mál, að mennta kennara, meina ég. Ég er svona að reyna að móta mér ein- hverjar skoðanir á þessu þannig að ég geti verið sæmilega örugg með mig. Nú ert þú búinn að pæla ansi mikið í þessu, skrifaðir meira að segja doktorsritgerð – ég er með hana hérna: Teacher learning and language: A pragmatic self-study. Komstu að einhverri niðurstöðu? Ég: Ekki beinlínis. Sjáðu til, þetta var ekki svona venjuleg rannsóknarskýrsla með niðurstöðukafla og svoleiðis. Mestmegnis pælingar út og suður, tilraun til að ná áttum. Hún: Ná áttum, segirðu – hvað áttu við? Ég: Jú, sjáðu til. Þegar ég fór þarna vestur um haf til Kanada árið 1997 hafði ég starfað hátt í áratug við kennaramenntun. Ég hóf minn feril sem efnafræðikennari í framhaldsskóla haustið 1979 en tíu árum seinna var ég beðinn um að byggja upp námskeið í kennslufræði raungreina í kennsluréttindanáminu við Háskóla Íslands. Ég beit á agnið, ef til vill full ákafur vegna þess að ég hafði litla hugmynd um hvað ég væri að taka að mér. Kennslufræði raungreina – hvað er það? spurði ég sjálfan mig eftir að hafa sagt „já“. Til að bjarga mér út úr þessum ógöngum fór ég að lesa mér til og komst þá að raun um að fólk í útlöndum í sömu stöðu og ég var mjög upptekið af því sem það kallaði constructivism en ég leyfði mér að kalla hugsmíðahyggju. Þarna var sem sé í uppsiglingu ný sýn á nemendur: að þeir væru þekkingarsmiðir fremur en þekkingarþegar og að það væri hlutverk kennara að hjálpa þeim í sinni þekking- arsmíð frekar en að troða þekkingunni í þá. Svo ég geri langa sögu stutta, þá heillaðist Uppeldi og menntun 16. árgangur 2. hefti, 2007
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.