Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 193
193
HAFÞÓR GUÐJÓNSSON
Hvernig lærir fólk að kenna?
Spurt er: Hvað er það sem skiptir mestu máli í kennaramenntun? Ég ætla að gerast
svo djarfur að vinda svolítið upp á spurninguna og setja hana í persónulegt samhengi.
Til mín kemur manneskja, ung kona, sem er að byrja í bransanum. Hún er upphaflega
menntuð sem efnafræðingur, aflaði sér kennsluréttinda eins og sagt er og fór að kenna
í framhaldsskóla. Hún varð síðan mjög áhugasöm um kennslu, fór í framhaldsnám í
kennslufræði raungreina í útlöndum og er nú komin heim aftur, tilbúin að leggja sitt
af mörkum til að efla kennaramenntun á Íslandi. Hún hefur fengið stöðu á Menntavís-
indasviði Háskóla Íslands og er raunar ætlað það hlutverk að taka við af mér, þ.e. að
kenna verðandi raungreinakennurum.
Hún veit að ég hef langa reynslu á þessu sviði. Hún veit líka að ég skrifaði dokt-
orsverkefni þar sem ég var að skoða minn eigin praxís sem kennari í kennslurétt-
indanáminu við Háskóla Íslands og leita svara við spurningunni hvernig fólk lærir
að kenna. Þess vegna ályktar hún sem svo að ég hafi eitthvað að segja um þessa hluti,
eitthvað sem gæti gagnast henni í þeirri viðleitni hennar að móta sér haldgóða starfs-
kenningu um kennaramenntun.
Hún: Ég er að reyna að fóta mig í þessum bransa. Satt best að segja finnst mér þetta
ansi flókið mál, að mennta kennara, meina ég. Ég er svona að reyna að móta mér ein-
hverjar skoðanir á þessu þannig að ég geti verið sæmilega örugg með mig. Nú ert þú
búinn að pæla ansi mikið í þessu, skrifaðir meira að segja doktorsritgerð – ég er með
hana hérna: Teacher learning and language: A pragmatic self-study. Komstu að einhverri
niðurstöðu?
Ég: Ekki beinlínis. Sjáðu til, þetta var ekki svona venjuleg rannsóknarskýrsla með
niðurstöðukafla og svoleiðis. Mestmegnis pælingar út og suður, tilraun til að ná áttum.
Hún: Ná áttum, segirðu – hvað áttu við?
Ég: Jú, sjáðu til. Þegar ég fór þarna vestur um haf til Kanada árið 1997 hafði ég
starfað hátt í áratug við kennaramenntun. Ég hóf minn feril sem efnafræðikennari
í framhaldsskóla haustið 1979 en tíu árum seinna var ég beðinn um að byggja upp
námskeið í kennslufræði raungreina í kennsluréttindanáminu við Háskóla Íslands.
Ég beit á agnið, ef til vill full ákafur vegna þess að ég hafði litla hugmynd um hvað
ég væri að taka að mér. Kennslufræði raungreina – hvað er það? spurði ég sjálfan mig
eftir að hafa sagt „já“. Til að bjarga mér út úr þessum ógöngum fór ég að lesa mér til
og komst þá að raun um að fólk í útlöndum í sömu stöðu og ég var mjög upptekið af
því sem það kallaði constructivism en ég leyfði mér að kalla hugsmíðahyggju. Þarna
var sem sé í uppsiglingu ný sýn á nemendur: að þeir væru þekkingarsmiðir fremur
en þekkingarþegar og að það væri hlutverk kennara að hjálpa þeim í sinni þekking-
arsmíð frekar en að troða þekkingunni í þá. Svo ég geri langa sögu stutta, þá heillaðist
Uppeldi og menntun
16. árgangur 2. hefti, 2007