Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Síða 195

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Síða 195
195 gefum okkur ekki tíma til að staldra við og gefa nemendum tækifæri til að hugsa og kanna sínar eigin hugmyndir. Afleiðingin verður gjarnan sú að hugsun þeirra tekur litlum breytingum. Þeir læra eitthvert hrafl til prófs en þroskast ekki af náminu. Þetta er boðskapur hugsmíðahyggjunnar í hnotskurn og eitthvað þessu líkt var ég að hugsa þarna um árið þegar ég byrjaði kennslu um andrúmsloft með því að biðja nemendur mína um að segja mér hvaða hugmyndir þeir væru með um þetta viðfangsefni. Þú þekkir þessa sögu, ég segi frá þessu í grein sem ég skrifaði í Ný menntamál árið 1991 og heitir Raungreinar – til hvers? Þú veist hvernig fór. Ég lenti í baráttu við yfirferð- ardrauginn. Málið er nefnilega að kennsla á nótum hugsmíðahyggju krefst þess að maður gefi nemendum tíma til að hugsa og vinna með hlutina. Þegar maður er að reyna að gera svona hluti í menntakerfi og skólamenningu sem leggur meiri áherslu á magn námsefnis en gæði náms verður óhjákvæmilega árekstur. Ég beið ósigur, fannst mér þá; neyddist til að „gefa í“ – flýta mér að komast yfir efnið fyrir prófið. Eftir á að hyggja vann ég líka sigur: ég þroskaðist sem kennari og get fullyrt að starfshættir mínir fóru að breytast smátt og smátt upp úr þessu. Ég fór til að mynda í auknum mæli að tala við nemendur mína. Samræðan varð smám saman lykilþáttur í minni kennslufræði. Hún: En svo fórstu til Kanada. Þú sagðir áðan að þú hefðir farið þangað til að ná áttum. Ég spurði þig hvað þú ættir við með þessu. Þú hefur ekki enn svarað þeirri spurningu! Ég: Nei, ég vildi hafa þennan aðdraganda, gefa þér smá innsýn í þroskasögu mína sem kennara áður en ég fór vestur um haf í framhaldsnám. Ég sagði að ég hefði farið til Kanada til að ná áttum. Þó að hugsmíðahyggjan gæfi mér mikið, svona intellektúelt, þá ruglaði hún mig líka í ríminu. Á Vesturlöndum ríkir sú hugmynd að þekking sé eitthvað sem býr í bókum, eitthvað frágengið, eitthvað sem er vitað. Hlutverk kenn- ara er að miðla þessari þekkingu og nemenda að taka við henni. Síðan er athugað, með skriflegu prófi, hvort þekkingin hefur skilað sér. Þannig talar fólk yfirleitt um þekkingu og nám. Nú kynntist ég einhverju fyrirbæri, svokallaðri hugsmíðahyggju sem sagði allt aðra sögu: Nemendur skapa þekkingu. Nemandinn er ekki ílát. Hann er þekkingarsmiður: býr til þekkingu úr reynslu sinni, því sem hann upplifir. Hverju átti ég að trúa? Á þessum tíma var ég meiri raunvísindamaður en ég er nú. Raunvís- indamenn eiga erfitt með að sætta sig við tvíræðni eða margræðni. Hvað er satt og rétt? spyrja þeir með ströngum svip. Og með þessu hugarfari fór ég vestur um haf, staðráðinn í að komast til botns í þessu öllu, hvernig hlutirnir væru í raun og veru, til dæmis hvað nám væri í raun og veru. Hún: Og komstu til botns í þessu? Ég: Já og nei. Ég komst til botns í þessu í þeim skilningi að ég áttaði mig loks á því að það er engin botn heldur einungis mismunandi orðæða um þessa hluti. Ég skildi nú að hugsmíðahyggja er sérstök orðræða um þekkingu og nám. Um leið áttaði ég mig á því að í mínu umhverfi heima á Íslandi var allt önnur orðræða eða aðrar orðræður í gangi um þessa hluti. Þar höfðu orð eins og þekking og nám aðra merkingu en inn- an vébanda hugsmíðahyggjunnar. Þarna er ég ef til vill að nálgast kjarna málsins: Á Íslandi og víðast hvar annars staðar á Vesturlöndum ríkir það viðhorf að merking HAFÞÓR GUÐJÓNSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.