Hugur - 01.06.2011, Side 17

Hugur - 01.06.2011, Side 17
Við erum stödd i flœkju veruleikans 15 hinn bóginn hafa ríkjandi skoðanir innan heimspekinnar, t.d. um manninn sem siðveru eða þekkingarveru, verið byggðar á mannskilningi sem er oft lýst sem „karlhverfum“, „hvítum“ og „vestrænum". Það sem átt er við með þessu er að alhæfingar um manninn sem sið- og þekkingarveruna hafa oft byggt á einhverri ímynd um karlinn. Þessar alhæfingar þarf að gagnrýna. Þess vegna finnst mér staða á jaðri heimspekinnar eftirsóknarverð. Hún gefur þekkingarfræðilegt for- skot. Femínískir heimspekingar og margt fólk úr minnihlutahópum eru meðvituð um þetta og vinna í þessum anda. Oft mætum við miklu skilningsleysi meðal þeirra sem áh'ta sig óhulta í megin- straumi heimspekinnar en eru í raun, að einhverju leyti og óaívitandi, að þurrka upp þennan straum. Miðjan þarfnast næringar frá jöðrunum, en á ekki að loka sig af frá þeim. Margir þeir heimspekingar sem hafa endurnýjað heimspekina hvað mest hafa einmitt unnið út frá jöðrunum, eins og t.d. Schelling, Schopenhauer, Nietzsche, Kierkegaard og nú nær okkur í tíma, Luce Irigaray. Heimspekin er á ýmsan hátt komin í varnarstöðu miðað við dýrð fyrri tíma, hún var jú upphaflega drottning vísindanna. Aðrar greinar innan hug- og félagsvísinda hafa reytt af henni fjaðrirnar með því að taka upp heimspekileg viðfangsefni og þróa þau áfram á sínum vettvangi og um leið hefur heimspekin víða hrakið jaðarstrauma sína inn í greinar eins og menningarfræði og trúarbragðafræði og er þetta sér- staklega áberandi í Bandaríkjunum. En telurpú að heimspekin hafi burði til að taka sjálfa sig til skoðunar? Heimspekin ætti að hafa burði til þess umfram flestar aðrar greinar vegna þess að grunnafstaða heimspekinnar er að spyrja og efast um hið sjálfsagða. Við verð- um að huga að því að heimspeki 20. aldar hefur mjög litast af vísindahyggju. Heimspeki, líkt og margar aðrar greinar innan félagsvísinda, hefur séð ofsjónum yfir aðferðum raunvísinda og talið sig þurfa að iðka sín fræði í svipuðum anda. Vissulega er vísindaleg krafa um skýrleika og nákvæmni ótvíræð, en heimspeki má ekki gleyma því að hugmynd hennar um heiminn er önnur en hugmynd raunvísindanna. Heimur raunvísindanna er hlutgerður heimur. Heimur heim- spekinnar er heimurinn sem við lifum og hrærumst í sem einstaklingar, sem félagsverur, sem andlegar og efnislegar verur, og líka sem staðsettar í tilteknu kyni, aldri, menningarheimi o.s.frv. Þess vegna er athyglisvert að analýtísk heim- speki annars vegar og fyrirbærafræði hins vegar skuli vera megingreinar 20. aldar heimspeki. Önnur hefur kröfuna um skýrleika og greiningu tungumáls að leið- arljósi, en fyrirbærafræðin leitast við að lýsa reynslu af lífheimi manna. Þetta eru góðar forsendur til að byggja á. Vísindaheimspeki hefur einnig verið stór grein innan heimspeki síðustu aldar, en hún hefur iðulega verið of þröng að mínu mati og það gerir heimspekinni sjálfri of erfitt fyrir að taka sig til sjálfskoðunar sem vísindagrein. Vísindaheimspekileg greining heimspekinnar getur ekki einungis falist í því að sundurgreina helstu þekkingarfræðileg hugtök heimspekinnar. Vísindaheimspekileg greining verður einnig að taka mið af fyrirbærafræðilegri, félagsvísindalegri og sagnfræðilegri rýni á heimspeki sem akademískt fag. Franski
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.