Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 23

Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 23
Við erum stödd iflækju veruleikans 21 frá heimspeki upplýsingarinnar. Mér finnst afar mikilvægt að menn séu virtir sem einstaklingar og viðurkenndir fyrir einstaklingseðli sitt. Þetta er kjarni í ævafornri hugsun um að heimspekileg afstaða sé hugrekki til að hugsa sjálf og láta engan hugsa fyrir sig. Hins vegar hefur þessi mannskilningur oft vanmetið hvernig við erum sem manneskjur skilyrt af aðstæðum og efnislegum veruleika okkar. Heim- spekin á jú að setja fram raunsæjan mannslcilning. Mig langar til að vita hvernigpú skilur hugrekki ípvi sem pú varst að enda við að segja. 1 ritgerð sinni um upplýsinguna2 sagði Kant að við yrðum að hafa hugrekki til að hugsa. Hann hafði það svo sannarlega sjálfur enda sagði þýska Ijóðskáldið Hein- rich Heine að Kant væri heimspekingurinn sem hefði rústað öllu í þeim tilgangi að skapa heimspekinni og hugsuninni nýjan grundvöll. Hugrekki getur verið af ýmsum toga í þessu samhengi. Það getur falist í að vera óhrædd við að gagnrýna kenningar og viðmið og að þora að koma með nýjar áherslur og spurningar. Eg held það felist líka í því að vera sér mjög meðvituð um þá stöðu og það hlutverk sem heimspeldn hefur sem vísindagrein og sem rödd í samfélaginu. Akademísk heimspeki er margbreytileg iðja. Hún getur verið mjög sérhæfð rannsóknarvinna og greining hugtaka, en hún getur líka verið viðleitni til að varpa ljósi á stöðu mannsins í félagslegu og heimssögulegu samhengi. Habermas hefur notað þau orð um slíka heimspeki að hún sé frelsandi þekking, þ.e.a.s. að hún losi okkur úr viðjum ranglætis og kúgunar. Grace Jantzen hefur sagt að heimspeki eigi að vera heilandi þekking, en hún sér ofbeldi í sumum meginhugtökum heimspeki (og það hafa fleiri heimspekingar gert) sem þurfi að vinna gegn. Henni finnst t.d. að hefðbundin viðhorf til dauðans endurspegli óra um að ná stjórn yfir lífi og dauða, konum og líkamleika. Þá á hún einnig m.a. við að mannskilningur heimspeki hygli sumum hópum, t.d. hvítum körlum, á kostnað annarra sem hefðu eins og Simone de Beauvoir sagði verið skilgreindir sem „annarlegir" eða öðruvísi. Það sem Jantzen og Beauvoir eru að tala um er að hugsanakerfi sem verða ráðandi í menningu séu vandamálið. Egypski rithöfundurinn og femínistinn Nawal E1 Saadawi segir að ráðandi kerfi heimsins sé feðraveldiskapítalismi. Sú staðreynd að konur eigi ekki nema eitt prósent af landi heimsins og álíka lítið af auði heimsins er til marks um þetta. Reyndar eru sumar konur h'ka vitorðsmenn í valdakerfum og hópar karlar kúgaðir af þeim og þess vegna er nákvæmara að tala um „yfirráða- karlmennsku“ (e. hegemonic masculinity). Peningakerfi heimsins er þess eðlis að níutíu prósent mannkyns afla fjár fyrir þau tíu prósent manna sem eiga obbann af auði heimsins og gleymum því ekki að þessi auðlegð hefur safnast á fárra hendur með því að arðræna nýlendur í fortíðinni og með því að ganga á forða og auðlindir komandi kynslóða og á náttúruna sjálfa. Eg held að þetta hljóti að vera stærsta verkefni samtímans og heimspekinnar líka, að skilja þau kerfi og öfl sem viðhalda þessu ranglæti en það er vert að hafa í huga að stór hluti fjármagns er bundinn 2 Immanuel Kant, „Svar við spurningunni: Hvað er upplýsing?" (Elna Katrín Jónsdóttir og Anna Þorsteinsdóttir þýddu), Skírnir 167, haust 1993, bls. 379-386.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.