Hugur - 01.06.2011, Page 29

Hugur - 01.06.2011, Page 29
Natura docet 27 tengist alls ekki því sem hann er að vísa til.Til dæmis er varla hægt að sjá betur en að náttúrunni bregðist illa bogalistin í því að „kenna“ okltur að jörðin sé hnöttótt. Það sem Descartes á við með því að nota orðasambandið natura docet er að viss sannindi hafa einhvers konar boðvald yíir okkur - sumt af því sem við skiljum er gildishlaðið; sumt er okkur ætlað að skilja af náttúrunnar hendi. Náttúrunn- ar skilningsljós, sem hann nefnir svo, er eitthvað allt annað en sú hversdagslega reynsla af umhverfinu, sem á það oftar en ekki til að blekkja okkur.11 Markmið helstu heimspekiverka Descartes var einmitt að benda á og undirstrika muninn á hversdaglegri reynslu og hinu náttúrulega skilningsljósi. Náttúran er þannig eitthvað meira en hinn efnislegi veruleiki samkvæmt Des- cartes. Gerð efnislegra hluta og hreyfing þeirra byggir á mælanlegum eiginleikum sem aftur lúta véhænum lögmálum. Þrátt fyrir að skilningi okkar sé einmitt ætlað öðru fremur að átta sig á þessum eiginleikum vegna skýr- og greinileika þeirra þá er þessi skilningur ekki þess eðlis að hann eigi sér siðferðilega rödd. Þó að Des- cartes gangi aldrei svo langt að lýsa veröldinni og sambandi okkar við hana á svip- aðan hátt og Pascal gerði síðar, þ.e. sem einhverju ógnvekjandi og óskiljanlegu,12 er hinn vélræni efnisheimur engu að síður þögull og fjarlægur í öðrum skilningi samkvæmt honum. Það er náttúran sem talar til okkar. II A veraldarvefnum má finna ótrúlegan fjölda tilvitnana sem eignaðar eru háðfugl- inum Bernhard Shaw í þá veru að reynslan kenni okkur það eitt að við lærum ekkert af reynslunni.13 Ef maður rýnir örlítið í hvað Shaw á að hafa sagt kemur í ljós að hann er að orða þekkingarfræðilega hugsun sem er ekki svo frábrugðin því sem Descartes hélt fram: Við lærum ekkert af hrárri reynslu - af því einu hvernig náttúran kemur okkur fyrir sjónir - en hins vegar er samspil mannlegrar náttúru og náttúrunnar í heild sinni þess eðlis að mögulegt er að hafa skynbragð á viss grundvallarsannindi. Ymsir raunhyggjumenn á nýöld eiga víst að hafa haldið fram þekkingarfræðilegum kenningum sem gætu verið skotmark Shaw. David Hume til að mynda er heimspekingur sem margir telja að skipi sér á ysta bekk til hægri við Descartes þegar kemur að þekkingarfræði. Svo er Immanuel Kant fyrir að þakka. Það er þó ekki alltaf auðvelt að greina í hverju hinn þekkingarfræðilegi munur á heimspeki Descartes og Humes felst. Athugum til dæmis eftirfarandi tilvitnun þar sem Hume ræðir „visku náttúrunnar": [Þjessi starfsemi hugans sem gerir oss kleift að álykta um líkar afleið- n „Skilningsljós náttúrunnar“ (lumen naturale (í fyrstu verkum Descartes notar hann lux rationis)) er orðasamband sem Descartes notar grimmt í Hugleiðingum umfrumspeki\ alls tólf sinnum (fyrst strax í „Ágripinu") ef mér telst rétt til. 12 Sjá Pascal 1995: 66. 13 Eins og svo oft áður er ekki hlaupið að því að gera sér grein fyrir hvaðan tilvitnunin er tekin. Svipaðar tilvitnanir hafa reyndar verið eignaðar fjölmörgum hugsuðum. Oft er m.a.s. vitnað til orða Shaw, sem hann segist hafa frá Hegel, um að sagan kenni okkur það eitt að við lærum ekkert af henni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.