Hugur - 01.06.2011, Síða 32
30
Henry Alexander Henrysson
ari heimsmynd. Alþekkt er til dæmis sú fuUyrðing hans að mannshugurinn hafi
frá náttúrunnar hendi ekkert til að bera sem getur stjórnað mati hans og við-
brögðum við umhverfi sínu. Forsendur stærðfræði, rökfræði og siðferðis verða
til við reynslu samlcvæmt honum.21 Skynreynslan sjálf var okkar eini kennari.22
Descartes hafði skrifað um hvernig við getum ekki annað en laðast að sannleika
og hinu góða þar sem okkur sé gefinn sá hugur sem hefur aðgang að slíkum
lögmálum. Náttúran, í ákveðnum sldlningi, leiðir okkur að hinu rétta og góða.
Hún afhjúpar sjálfa sig við það að einhver nálgast hana á réttan hátt.23 Hume
hefur ekki uppi jafntilkomumildl orð, en samkvæmt honum virðist okkur vera, á
náttúrulegan hátt, gert að laðast að ákveðnum skoðunum svo eðlilega að jafnvel
stöndugustu efarök fái ekld haggað þessum skoðunum.
Nú má vera að margir hvái yfir því hvers vegna sé verið að draga þessa mynd
fram þar sem slíkar hugleiðingar hljóti að hafa horfið í kjölfar upplýsingarinnar
og varla verið endurvaktar síðar. Tvenns konar röksemdir heyrast gjarnan gegn
siðferðilegri náttúruhyggju í þessum anda sem er býsna fjarskyld þeirri frænku
sinni og nöfnu sem hefur tíðkast á tuttugustu öld. Annars vegar má benda á þá
gríðarlega áhrifamiklu athugasemd Humes sjálfs að margir heimspekingar geri
sig seka um óréttmæta yfirfærslu milli hugmynda þegar þeir færa sig frá stað-
reyndum til boða: Að heimspekingar eigi það til að segja okkur hvernig náttúran
ætti að vera fremur en að útskýra hvernig hún er.2A Náttúruhyggjan sem birtist í
þessum orðum þarf reyndar ekki að stangast svo mjög á við hina sem ég hef hér
verið að segja frá. Það er einungis þegar maður skilur náttúruna aðeins sem sam-
ansafn staðreynda sem Hume hefur rétt fyrir sér (ef það er þá þetta sem hann er
að segja). Náttúran getur hins vegar haft ákveðið boðvald án þess að segja nokkuð
til um það hvernig hún sjálf cetti að vera. Gildishlaðinni heimsmynd fylgir gjarnan
hugsun um það hvernig hún gæti verið. Aðalatriðið er að margir þeir heimspek-
ingar sem talið er að Hume hafi talað um voru ekki að leiða neitt af helberum
staðreyndum. Þvert á móti voru þeir að velta upp siðaboðum út frá athugunum
á því hvað se'gott', til dæmis í hverju megi finna samræmi í innra eðli og þess sem
vísað er til sem „framvindu náttúrunnar".
Einnig er hægt að benda á ekki síður áhrifaríka athugasemd um hinn tilfaUandi
veruleika siðferðislífsins, en hún er sú augljósa staðreynd að við gerum víst engu
síður það sem slæmt er en gott, að því er virðist í boði náttúrunnar. Menn hafa á
öllum tímum haft, að því þeir segja, hina ágætustu ástæðu, sprottna af náttúru-
legum hneigðum, til þess að breyta eins og þeir gerðu án þess að afleiðingarnar
hafi vakið trú, von eða kærleika með nokkrum manni, eða gætu mögulega talist
21 Sjá Locke 2000:17-20.
22 Locke hafði raunar eins og margir raunhyggjumenn fjarska lítinn áhuga á „reynsluheiminum".
Hjá honum verður reynsla þunnt hugtak sem nær yfir lítið annað en beina skynreynslu. Leibniz
sagði raunhyggjumenn horfa framhjá þeim skynjunum sem þeir verða ekki áskynja.
23 Hafa ber í huga að Descartes var ekki að lofa öruggri vitneskju um það sem náttúran kenndi
honum, a.m.k. ekki í sama skilningi og stærðfræðileg vitneskja er skýr og greinileg. Raunar má
lesa Descartes fremur sem efahyggjumann um fjölmörg efni heldur en sem þann rökhyggjumann
sem mönnum er tamt að sjá fyrir sér. Honum var meinilla við að tjá sig um hvernig hlutir eru „í
raun og veru“, óháð því hvað við, sem takmarkaðar verur, gemm vitað um þá.
24 Hume 2001: 302.