Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 39

Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 39
Náttúran, raunin ogveran 37 ist vandsvarað. Hvers vegna? Vegna þess að veran í hreinleika sínum, hin upp- runalega vera, er samfelld og heil, en um leið og tekið er til við að lýsa henni er þessi heild rofin, hreinleiki hennar er spjallaður (spjall er spjöll), orðið óhreinkar hana.5 „Orðið drepur hlutinn“, eins og ýmsir hugsuðir hafa orðað það, og veran er einmitt í vissum skilningi, þ.e.a.s. á þessu stigi hugsunarinnar, hlutur - og ekki bara hvaða hlutur sem er, heldur Hluturinn með stórum staf, Hluturinn í sjálfum sér. Handan allrar aðgreiningar, handan allrar spennu sem hlýst af klofningi og greinarmun. Og þar af leiðandi handan allrar merkingar. Eða, með öðrum orðum, handan allra orða. Um hana er ekkert ad segja -pað er tómt mál að tala um hana. En þegar hér er komið sögu - í þessari hugsun hinstu raka - sjáum við, við sem hugsum saman, að veran er, satt að segja, það sama og ekkert. Hún er ekkert til- tekið, hún er enginn hlutur, það er tómt mál að tala.um að hún sé eitthvað. Hún verður ekki greind í sundur, né heldur verður horft á hana utan frá - væri það hægt væri sá sjónarhóll sjálfur til, þ.e. hluti af verunni, og þá væri hann ekki utan hennar. Ef veran er allt sem er, þá er veran neind. Heildin, hugsuð fortakslaust sem heild, er ekkert.6 7 „Hin hreina vera og hin hreina neind eru sem sagtpað sama.“7 Sú er niðurstaða Hegels, og okkar, af þessum vangaveltum. Hverslags niðurstaða er það? Hverju skilar hún? Skilur hún okkur eftir í einhvers konar frumspekilegri tómhyggju, verufræði neindarinnar? Nei - og hér birtist sjálfur galdur Hegels, hér byrja hjólin að snúast, hjól kerfisins, díalektíkurinnar, sögunnar - einmitt ekki. Því að niðurstaðan sjálf, setningin „veran og neindin eru það sama“, felur lausnina í sér. Greinarmunurinn á veru og neind er til — veran og neindin eru ekki það sama, að minnsta kosti ekki að öllu leyti - að minnsta kosti ekki í hugsuninni, því að þegar hugsað er um veruna h'ður ekki á löngu áður en hún steypist yfir í neindina, og öfugt. I sjálfri niðurstöðunni „veran og neindin eru það sama“ er fólgin einhvers konar verkleg mótsögn — og í þessari mótsögn býr krafturinn sem knýr hugsunina, og þar með veruleikann, áfram.8 Sú staðreynd að hugsunin komst úr sporunum, hún gat haggað við verunni og haldið yfir í neindina, og síðan lagt þetta tvennt að jöfnu - þessi staðreynd sýnir að veran (og/eða neindin) á sér framvindu, að veran 5 I „Hugleiðingum við Öskju" beinir Páll talinu á einum stað að skáldum og lýsir þeim þannig að orð þeirra geti borið „hinn óróa huga [...] úr einsemd hinnar þöglu reynslu til móts við fegurð handan allra orða þar sem hann getur dvalið um aldur og ævi ósnortinn af sora heimsins, hins óskiljanlega, sundraða heims sem er hlutskipti okkar og mannkynsins aUs“ (12). Þannig er dygð skáldsins í því fólginn að geta svipt lesanda sínum upp úr „soranum" og til móts við hreinleik- ann — en hætt er við því að samruninn við veruna sem þarna er gefið fyrirheit um verði aldrei fúllkominn, þ.e. fái ekki varað „um aldur og ævi“, fyrr en ljóðaunnandinn - geispar golunni. 6 Afar hliðstæða víxlverkun veru og neindar má sjá að verki í frægri ritgerð Heideggers, „Hvað er frumspeki?" (Heidegger 2011). 7 Hegel 1969: 83. 8 I þessum skilningi er mótsögnin líka sú spenna sem Sigmund Freud leggur að jöfnu við lífið sjálft - h'fið er spenna í hinu dauða efni, og sú viðleitni að losa þessa spennu og hverfa aftur til hins lífvana efnis er það sem Freud kallar dauðahvöt í hinni mögnuðu ritgerð sinni „Handan velh'ð- unarlögmálsins". Þar skrifar hann m.a.: „Einhvern tíma kviknaði líf úr dauðu efni fyrir áhrif afla, sem vér getum enga hugmynd gert oss um. Vera má, að það hafi verið ferli líkt því, sem síðar lét meðvitund þróast á sérstöku svæði hins lifandi efnis. Spennan, sem við það varð í efni, sem áður var h'fvana, reyndi síðan að eyða sjálfri sér. Þannig varð fyrsta eðlishvötin til: hvötin til að hverfa aftur til hins lffvana" (Freud 2002:121).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.