Hugur - 01.06.2011, Síða 42

Hugur - 01.06.2011, Síða 42
40 Björn Þorsteinsson Hegels um náttúruna: hún er það svið veruleikans sem andinn hefur ekki ennþá brotið undir sig, það óræða svæði sem (enn) bíður handan útmarka merkingar- veruleikans (Ideunnar). Hún er sá hluti náttúrunnar sem er ekki (ennþá) orðin að umhverfi, svo gripið sé til greinarmunar sem Páll beitir í sinni gagnmerku bók UmhverfinguP Sú hegelska þrennd sem hér um ræðir - náttúran, andinn og ídean - samsvarar þeirri grundvallarþrennd sem Lacan lagði fram í verkum sínum og kenndi við Raunina, svið ímyndanna og svið táknanna.14 Framvinda veruleikans, það sem við kennum við sögu (hvort heldur mannkynssögu, nátt- úrusögu eða sögu vísindanna), er samspil þessara þriggja þátta. Nánar tiltekið er svið andans, eða ímyndanna, það svið þar sem hin hugsandi vera (hugveran eða sjálfsveran) uppgötvar sjálfa sig sem þá spurulu veru sem hún hlýtur að verða. Hún skilur að henni hefur verið kastað inn í heim sem var til á undan henni og liggur fyrir, öðrum þræði óræður og þögull (svo gripið sé til orðalags í anda Heideggers sem Páll vísar til í „Hugleiðingum við Oskju“) en líka þrunginn merkingu, for- skriftum og fýrirmælum sem hin nýtilkomna hugsandi vera átti engan þátt í að móta. Fyrir henni liggur þá að leita, í einsemd sinni en einnig í félagi við aðra - og að hverju er leitað? Sérhver hugsandi vera leitar, út af fyrir sig, að skilningi á veru- leikanum, en leitin beinist alltaf líka að henni sjálfri, að skilningi á stöðu hennar í heiminum og á því til hvers heimurinn œtlast af henni. Því að staðreyndin er sú að sem hugsandi verur vitum við ekki hver við erum, hvers við erum megnug eða til hvers er ætlast af okkur: „Við erum við án þess að vita hver við erum“, eins og Páll orðar það (13).15 Svið hins táknræna, eða Ideunnar, er safn þeirra svara sem fundist hafa, hingað til, við spurningunum sem við erum dæmd til að spyrja. Rétt er að hafa í huga að heild þessara svara hlýtur ætíð að vera annað og meira en einbert „samansafn" - safnið hlýtur alltaf, að vissu marki, að lúta ákveðnu skipulagi og svara ákveð- inni kröfu um skiljanleika. Nánar tiltekið hefur safnið að geyma, á hverjum tíma, margar ólíkar og mismunandi vel útlistaðar og samsettar atlögur að heildstæðum greinargerðum fyrir viðfangsefninu - heiminum sjálfum. Páll lýsir ágætlega því sem hér er í húfi: Til að lifa, til að geta verið til, þarf hugurinn að geta fest sig við einhverja reglu, skipan. Hann þarf að geta numið veruleikann sem sjálfstæða heild (sem gufar ekki upp á næsta andartaki) og geta haldið sig við einhver varanleg tengsl einhverra þátta þess sem við köllum veruleika. Hann get- ur ekki haldið sig við hinn hversdagslega skynheim daglegrar reynslu, 13 Páll Skúkson 1998. 14 Agætt yfirlit yfir umrædda þrískiptingu Lacans má finna hjá Andra Fannari Ottóssyni og Stein- ari Erni Atlasyni 2007. 15 Hér mætti taka hlýnun jarðar sem dæmi. Til hvers er ætlast af okkur andspænis þeim mikla vanda? Hvað eigum við að gera - hvað ber okkur að gera? Hvernig eigum við að vera? Hvernig eigum við að haga okkur? Eins og hlýnunin sé ekkert vandamál, þ.e. ekki okkar vandamál heldur vandamál náttúrunnar sem hún leysir sjálf, af eigin rammleik? Eða eins og hún sé okkar vandamáf sem við, mannkynið, verðum að leysa? Svipaðra spurninga mætti spyrja um bankahrunið hér á Islandi og hina alþjóðlegu fjármálakreppu sem ekkert lát virðist á - kannski ekki alveg sömu spurninga, en svipaðra samt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.