Hugur - 01.06.2011, Page 44

Hugur - 01.06.2011, Page 44
42 Björn Þorsteinsson hráa mergð skynjananna í því skyni að geta haft reynslu af henni sem skipulagðri og merkingarbærri Heild“.17 Zizek settur þessa athugasemd fram sem gagnrýni á Pál, en á móti getum við spurt, með tilvísunina til Kants okkur til fulltingis: er það ekld einmitt þetta sem Páll er að halda fram þegar að er gáð? Því að það er sann- arlega munur á því að trúa á reglu í náttúrunni og líta á náttúruna sem vél. Þegar Páll talar um regluna í náttúrunni er einmitt um að ræða hugsjón í anda Kants, leiðsagnarhugmynd sem viö verðum að hafa til marks ef heimurinn, náttúran sem Raun, á að vera okkur byggileg. Sá „vandi nútímamanna" sem Páll talar um er aftur á móti í því fólginn að svíkja hugsjónina á einmitt þann hátt sem Kant lýsir svo vel í Gagnrýni hreinnar skynsemi, þ.e. með því að láta eins og við höfúm náð taki á henni og fært hana í reynd, og fyrir fúllt og allt, af sviði skynseminnar (hug- sjónanna) yfir á svið skilningsgáfúnnar (hugtakanna, kvíanna). Hugmyndin um náttúruna sem vél er sú mynd sem þessi háskalegi misskilningur hefúr tekið á sig í hugarheimi okkar og starfi, og í henni hlýtur að felast að náttúruvélin sé í engu eðlisólík þeim vélum sem mannkynið hefur smíðað sér af eigin rammleik og hefur því eðli málsins samkvæmt fullkomið vald á. Hugmyndin um reglu í náttúrunni er aftur á móti þannig gerð að reglan kemur aldrei að öllu leyti frá okkur sjálfúm, henni er aldrei einfaldlega „þröngvað upp á“ náttúruna heldur verður hún til við aflestur okkar af náttúrunni sem er í eðli sínu samfundur, víxlverkun hugans og viðfangsins. Reglan sem við finnum í náttúrunni er sú regla sem okkur er ætlað að finna þar - og ef við berum okkur ekki eftir reglunni, og tökum í staðinn að aðhyllast þá skoðun að allt sé botnlaus óreiða og/eða að allar reglur séu einberar uppfinningar okkar, þá fer það auðvitað svo að við finnum enga reglu. Með öðrum orðum er sú regla í veruleikanum, sem Páll segir okkur verða að trúa á, annað og meira en nauðsynleg blekking. Engu að síður má velta því fyrir sér hvers eðlis þessi trú, sem hér er í húfi, sé - hvílir hún á traustum grunni eða gengur hún ef til vill gegn betri vitund?18 Hvernig getum við vitað að reglan í náttúrunni er annað og meira en misskilningur okkar, sprottinn af þeirri stað- reynd að við þolum eldd sannleikann, allan sannleikann - við þolum ekld að upp- lifa Oskju í botn, við verðum alltaf að halda þaðan með frásagnir í farteskinu sem svíkja í raun Hlutinn sjálfan, Raunina? I þessum anda varpar Zizek fram þeirri spurningu - og grípur þar til lykilhugtaks Lacans um Stóra hinn, sem vísar til hins fullkomna samræmis sem sé saman komið í alvitru kennivaldi hvers þekkt- asta nafn er „Guð“ - hvort „þetta trúarsamband við Náttúruna, trúin á frumlægan samhljóm hugar og raunveruleika, [sé] hughyggja [idealism\ í sinni einföldustu mynd, þ.e. sú iðja að reiða sig á Stóra hinn?“ A móti boðar Zizek „efnishyggjuaf- stöðu“ sem mætti líka kenna við íveruhyggju (immanentisma) eða mismunahugs- un og miðast við „að sætta sig við að það-sem-er-í-sjálfu-sér sé merkingarlaus óreiða og mergð“.19 En þegar að er gáð virðist þessi aðfinnsla missa marks, að minnsta kosti þegar Páll er annars vegar. Því að trúin á regluna jafngildir einmitt 17 Zizek 2008: 443. 18 Það sem hér er í tafli heitir á máli sálgreiningar í anda Lacans og Zizeks „blætiskennd afneitun" (ie.fetishist disavowal) og einkennist af formúlunni „ég veit vel að þetta er ekki svona, en samt...“ (fr.y> le sais bien, mais quand méme...). Sbr. t.d. Zizek 2007: 266-267. 19 Zizck 2008: 444.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.