Hugur - 01.06.2011, Page 49

Hugur - 01.06.2011, Page 49
Að skoða náttiiru til að skoða náttúru 47 miklu leyti til þess að rannsóknir á mannlegri hegðun og afstöðu manna til ýmissa hluta í heiminum geti talist rannsóknir á náttúrunni. Það er náttúruskoðun í þess- um skilningi sem fyrri helmingur titilsins hér að ofan vísar til. Seinni helmingur titilsins vísar hins vegar til frumspekilegs eðlis og þar gef ég mér forsendu sem er kannski á vissan hátt tengd hinni fyrri, þótt önnur sé. Eg geng út frá því að allir hlutir eigi sér eðli, eða „náttúru“, jafnt þeir sem eru til af manna völdum sem þeir sem orðið hafa til óháð okkar bjástri. Þetta felur auðvitað í sér annan skilning á eðlishugtakinu en þann sem Aristóteles lagði til og allmargir hafa viljað halda í síðan. Eðli hlutar getur því falið í sér eitthvað á borð við þann tilgang sem sá sem skapaði hlutinn ætlaði honum. Eðlið er það sem gerir hlutinn að því sem hann er, hvort sem um er að ræða ritvinnsluforrit eða engisprettu. Eins og flestir kannast við er orðið ‘náttúra’ notað á ýmsa vegu. Stundum er talað um hreina og óspillta náttúru og þá sjáum við gjarnan fyrir okkur svæði sem við mannverurnar höfum ekki raskað með athöfnum okkar, hvorki beint né óbeint. I svipuðu samhengi er talað um hreinar náttúruafurðir og sagt að hitt eða þetta sé náttúrulegt. Þar virðist gengið út frá því að eftir því sem maðurinn hefur átt meira við hluti verði þeir minna náttúrulegir. Epli sem vex á tré telst náttúrulegt (nema það sé erfðabreytt eða með öðrum hætti ræktað með mikilli aðkomu mannanna) og ef við búum til úr því mauk telst það hrein náttúruafurð. Ef við tökum hins vegar að blanda miklu saman við maukið, ekki síst ef um er að ræða svokölluð kemísk efni, eða efni sem maðurinn hefur búið til, þá er það ekki lengur kallað hrein náttúruafurð. Þegar talað er um náttúru í þessum skilningi geta skilin milli hins náttúrulega og hins ónáttúrulega verið mjög óljós. Hvað þurfa mannverur að hafa átt mikið við hluti til að þeir hætti að vera náttúrulegir? Þessi skilningur virðist byggja á einhvers konar skilum milli manns og náttúru. Annar skilningur á orðinu ‘náttúra’ er að náttúran sé meira og minna allt sem á jörðinni er. I þessum skilningi eru mannverur eins og hverjar aðrar lífverur hluti af náttúrunni. Mannlegar afurðir eru að sama skapi hluti af náttúrunni, rétt eins og afurðir annarra lífvera, maurabú, býkúpur, bjórastíflur og svo framvegis, eru hluti af náttúrunni. Ég kýs að halda mig meira við þennan seinni náttúruskilning, fyrst og fremst vegna þess að hinn fyrri byggir á einhvers konar tvíhyggju þar sem maður er eitt og náttúra annað og ég er engan veginn viss um að slíka tvíhyggju sé hægt að verja. Annað orð sem ég nota og er ekld síður margrætt er orðið ‘eðli’. Ég nota það hér á svipaðan hátt og ‘essence’ er notað á ensku, fremur en ‘nature’, þótt langt sé frá því að skilin þar á milli séu alltaf ljós. Og ég geng hér út frá ákveðinni eðlishyggju á borð við það sem kallast ‘essentialism’ á ensku. Það sem ég hef sagt um nátt- úruna ætti að einhverju leyti að skýra notkun mína á orðinu ‘eðli’. Þar sem ég hef efasemdir um að draga skýr mörk milli manns og náttúru tel ég litla ástæðu til að ganga út frá því að aðeins þeir hlutir sem flokkast sem náttúrulegir í einhverjum þröngum skilningi hafi eðli. Eins og svo margt annað er eðlishugtakið gjarnan rakið til Aristótelesar en í Frumspekinni talar hann um to ti én einai (það sem það er að vera) og to ti esti (það sem það er) hlutanna. Þetta eðli er einhvers konar skilgreining hlutarins og á í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.