Hugur - 01.06.2011, Síða 50

Hugur - 01.06.2011, Síða 50
48 Eyja Margrét Brynjarsdóttir sínu tærasta formi aðeins við um verundir. Aðeins verundir geta haft frumeðli, eða fyrsta stigs eðli, en eiginleikar geta haft afleitt eða annars stigs eðli. Jafnframt er ekki hægt að hengja frumeðli á hvaða lýsingu sem er á verundinni heldur felst það fyrst og fremst í náttúrulegri tegund hennar. Arfleifð Aristótelesar hefur auðvitað þróast með ýmsum hætti í meðförum annarra en sá kjarni hefur verið nokkuð lífseigur í eðlishugtakinu að það eigi best, eða einvörðungu, við það sem kalla má náttúrulegt. Þannig hafi náttúrufyrirbæri til dæmis eðli en smíðisgripir ekki. Samkvæmt þessari mynd er eðli hlutar eitthvað sem er til staðar án þess að mannshugurinn ltomi þar nærri. Eðlið, það sem gerir hlutinn að því sem hann er, kemur frá náttúrunni og getur ekki verið eitthvað sem maðurinn hefur úthlutað. Smíðisgripur getur samkvæmt þessu ekki haft eðli því það sem gerir hlut að til dæmis gaffli hefur eitthvað með það að gera að við mannverurnar höfum búið hann til í ákveðnum tilgangi og látum hann gegna ákveðnu hlutverki. Þetta er hins vegar ekki sú mynd af eðli sem ég set fram hér. I stuttu máli sé ég ekkert því til fyrirstöðu að hlutur sé það sem hann er, og hafi þannig eðli, þó að það sé tilkomið af manna völdum. Samkvæmt þessu víðara eðlishugtaki sem ég geng út frá getur eðli verið félagslega smíðað. Dæmi um þessa mynd af eðli má finna hjá femínísku heimspekingunum Charlotte Witt og Sally Haslanger. Witt tekur dæmi af kóksjálfsala til marks um þennan skilning á eðli.Til að hlutur geti talist kóksjálfsali þarf hann að hafa það hlutverk að gefa frá sér kókdós í skiptum fyrir peninga. Það að hafa þetta hlutverk er eðli kóksjálfsala, en það er augljóslega til- komið af mannavöldum.3 Haslanger gefur svipaða mynd af eðli þegar hún talar um kyneðli. Hún telur að það að vera kona, eða það að vera karl, fehst í stöðu viðkomandi í samfélaginu sem mótast af hugmyndum samfélagsins um hlutverk viðkomandi í æxlunarferlinu.4 Kyneðli er, samkvæmt Haslanger, félagslega smíð- að en það er ekkert minna raunverulegt fyrir vikið. Hér verður ekki kafað dýpra í það hvernig best sé að skoða eðlishugtakið. Það sem skiptir máli er að ég geng hér út frá því að hlutur sé ekkert síður það sem hann er þótt hugsanir og/eða atferli mannanna gegni stóru hlutverki í að gera hann að því sem hann er. Og þetta sem gerir hlutinn að því sem hann er kalla ég eðli hans. Peningar Samkvæmt svokölluðum samkomulagskenningum (e. collective agreement theories) um eðli peninga, sem hafa verið leiðandi í þeim efnum að undanförnu, eru pen- ingar félagsleg fyrirbæri sem fela í sér samkomulag.5 Tiltekinn hlutur hefur pen- ingalegt gildi þá og því aðeins að við, sem samfélag, samþykkjum að hann hafi slíkt gildi. Talað er um tvenns konar gildi í sambandi við peninga: notagildi og 3 Witt 1998:486-487. 4 Haslanger 2000: 38. 5 Sjá Hindriks 2006 og Searle 1995 og 2007.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.