Hugur - 01.06.2011, Side 61
59
Stóísk siðfræði og náttúruhyggja
rétta náttúruhyggju.7 Frekar vildi ég fara nokkrum orðum um stöðu náttúrunnar
innan siðfræði fornaldar, en þó ekki Aristótelesar, heldur stóumanna. Ástæðan er
þríþætt. Stóumenn vísa allra heimspekinga mest og greinilegast til náttúrunnar
og skilgreina farsældina sjálfa sem það líf sem sé lifað í samræmi við náttúruna.
Auk þess er deilan um hvað felist í þessari tilvísun merkileg, held ég, og afhjúpar
á skýran hátt möguleika á því að skilja tengsl siðferðis og náttúru með tilvísun
í boðkraft hennar, hvort heldur sem bjarghyggju eða ekki. Greinargerðin ætti
því að afhjúpa muninn á náttúruhyggju stóumanna og nútímans. Að lokum má
fullyrða að sáralítið hafi verið fengist við stóíska siðfræði á íslensku. Markmiðið
er því að skýra annars konar náttúruhyggju innan siðfræði en þá sem einkennir
nútímann. Aður en kemur að stóunni vil ég þó staldra við nokkru fyrr í sögunni,
nefnilega þegar náttúran er fyrst kynnt til hennar sem aðili þeirra mála sem varða
breytni mannsins. Það er afdrifaríkt skeið í sögu heimspekinnar.
Náttúra til forna
Allra fyrst örlítið um orð. Islenska orðið náttúra er fornt lánsorð úr latínu, nat-
ura, sem vísar fyrst og fremst til upplags við tilurð sem ákveður einkenni og
hneigðir. Það var nánast samheiti eðlis, eins og kemur berlega fram í Prologus
Snorra-Eddu.8 Latneska nafnorðið er dregið af sögninni nascor, sem vísar til þess
að fæðast, verða til. Latneska orðið var notað til að þýða gríska orðið cþúcrtQ, sem
er áþekkrar merkingar. Það tengist einnig sagnorði, cþúco (fæða, búa til) í germynd
og (j>úopcu (vaxa, verða til) í þolmynd. Þetta gríska orð fyrir náttúru er nátengt
sögu heimspekinnar, markar jafnvel upphaf hennar, þótt það komi ekki fyrir í
heimildum okkar um heimspekinga fyrr en hjá Herakleitosi.9 Áður kom það fyrir
hjá Hómer.10 Oftast merkti orðið téða gerð og sköpulag við tilurð sem ákveður
einkenni og hneigðir (svo sem hjá Hómer), þótt það gæti einnig vísað til fæðingar
og vaxtar. Enda segir Aristóteles í Eðlisfrœðinni'. „Náttúra (tþúcrtg) í merkingunni
tilurð (yévEGii;) er leiðin til náttúrunnar."11 Sú náttúra er fyrst og fremst, segir
Aristóteles, „uppspretta og orsök hreyfingar og kyrrstöðu í þeim hlutum sem hún
tilheyrir í dýpstum skilningi og sjálfri sér samkvæmt en ekki tilfallandi.“12
Orðið er nátengt heimspekinni vegna þess að fyrstu heimspekingarnir, nefnd-
it forsókratískir þar sem þeir voru ekki undir áhrifum af Sókratesi, reyndu að
gera skynsamlega grein fyrir heiminum með því að gera grein fyrir náttúru hans.
Skynsamleg greinargerð um heiminn fæst við náttúru hans sem innri byggingu er
ákveður vöxt og viðgang heildarinnar, en ekki ytri krafta, ekki hið yfir-náttúrulega.
Grundvallarhugmyndin var sú að skýra mætti margbreytileika og iðukast heims-
7 Sjá McDowell 1996: 78-84.
8 „Þat var eitt eðli, að jörðin var grafin í hám fjalltindum ok spratt þar vatn upp, ok þurfti þar eigi
lengra at grafa til vatns en í djúpum dölum. Svá er ok dýr ok fuglar, at jafnlangt er til blóðs í höfði
okfótum. Onnur náttúra er sú jarðar [...]“
9 Um orðið, sjá Kirk 1962: 42-43, 228-31.
10 Odysseifskviða x.303.
11 II.i.i93bi2.
12 11.1.192021-23.