Hugur - 01.06.2011, Síða 61

Hugur - 01.06.2011, Síða 61
59 Stóísk siðfræði og náttúruhyggja rétta náttúruhyggju.7 Frekar vildi ég fara nokkrum orðum um stöðu náttúrunnar innan siðfræði fornaldar, en þó ekki Aristótelesar, heldur stóumanna. Ástæðan er þríþætt. Stóumenn vísa allra heimspekinga mest og greinilegast til náttúrunnar og skilgreina farsældina sjálfa sem það líf sem sé lifað í samræmi við náttúruna. Auk þess er deilan um hvað felist í þessari tilvísun merkileg, held ég, og afhjúpar á skýran hátt möguleika á því að skilja tengsl siðferðis og náttúru með tilvísun í boðkraft hennar, hvort heldur sem bjarghyggju eða ekki. Greinargerðin ætti því að afhjúpa muninn á náttúruhyggju stóumanna og nútímans. Að lokum má fullyrða að sáralítið hafi verið fengist við stóíska siðfræði á íslensku. Markmiðið er því að skýra annars konar náttúruhyggju innan siðfræði en þá sem einkennir nútímann. Aður en kemur að stóunni vil ég þó staldra við nokkru fyrr í sögunni, nefnilega þegar náttúran er fyrst kynnt til hennar sem aðili þeirra mála sem varða breytni mannsins. Það er afdrifaríkt skeið í sögu heimspekinnar. Náttúra til forna Allra fyrst örlítið um orð. Islenska orðið náttúra er fornt lánsorð úr latínu, nat- ura, sem vísar fyrst og fremst til upplags við tilurð sem ákveður einkenni og hneigðir. Það var nánast samheiti eðlis, eins og kemur berlega fram í Prologus Snorra-Eddu.8 Latneska nafnorðið er dregið af sögninni nascor, sem vísar til þess að fæðast, verða til. Latneska orðið var notað til að þýða gríska orðið cþúcrtQ, sem er áþekkrar merkingar. Það tengist einnig sagnorði, cþúco (fæða, búa til) í germynd og (j>úopcu (vaxa, verða til) í þolmynd. Þetta gríska orð fyrir náttúru er nátengt sögu heimspekinnar, markar jafnvel upphaf hennar, þótt það komi ekki fyrir í heimildum okkar um heimspekinga fyrr en hjá Herakleitosi.9 Áður kom það fyrir hjá Hómer.10 Oftast merkti orðið téða gerð og sköpulag við tilurð sem ákveður einkenni og hneigðir (svo sem hjá Hómer), þótt það gæti einnig vísað til fæðingar og vaxtar. Enda segir Aristóteles í Eðlisfrœðinni'. „Náttúra (tþúcrtg) í merkingunni tilurð (yévEGii;) er leiðin til náttúrunnar."11 Sú náttúra er fyrst og fremst, segir Aristóteles, „uppspretta og orsök hreyfingar og kyrrstöðu í þeim hlutum sem hún tilheyrir í dýpstum skilningi og sjálfri sér samkvæmt en ekki tilfallandi.“12 Orðið er nátengt heimspekinni vegna þess að fyrstu heimspekingarnir, nefnd- it forsókratískir þar sem þeir voru ekki undir áhrifum af Sókratesi, reyndu að gera skynsamlega grein fyrir heiminum með því að gera grein fyrir náttúru hans. Skynsamleg greinargerð um heiminn fæst við náttúru hans sem innri byggingu er ákveður vöxt og viðgang heildarinnar, en ekki ytri krafta, ekki hið yfir-náttúrulega. Grundvallarhugmyndin var sú að skýra mætti margbreytileika og iðukast heims- 7 Sjá McDowell 1996: 78-84. 8 „Þat var eitt eðli, að jörðin var grafin í hám fjalltindum ok spratt þar vatn upp, ok þurfti þar eigi lengra at grafa til vatns en í djúpum dölum. Svá er ok dýr ok fuglar, at jafnlangt er til blóðs í höfði okfótum. Onnur náttúra er sú jarðar [...]“ 9 Um orðið, sjá Kirk 1962: 42-43, 228-31. 10 Odysseifskviða x.303. 11 II.i.i93bi2. 12 11.1.192021-23.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.