Hugur - 01.06.2011, Page 65

Hugur - 01.06.2011, Page 65
63 Stóísk sidfræði og náttúruhyggja er ætlað að útskýra hvernig náttúrulegar frumhvatir brjótast úr viðjum sjálf- hverfunnar og leiða til virðingar fyrir náunganum, samfélagsdyggða. Þannig geta stóumenn fært rök fyrir því að þessar dyggðir (einkum réttlæti) séu náttúrulegar. Almennt má segja að greinargerðin öll eigi að sýna að náttúran geri manneskjuna þannig úr garði að hún náttúru sinni samkvæmt leiti eftir og velji hluti sem eru í samræmi við náttúruna, en hafni hinum sem eru andstæðir náttúrunni. Nú mætti spyrja hvaða boðkraft þessar náttúrulegu hvatir hefðu, hvers vegna manneskjan ætti að fylgja náttúrunni, þótt hún hefji vegferð sína með nátt- úrulegar frumhvatir. Svarið felst í markhyggju stóumanna og skilningi þeirra á góðvild náttúrunnar. Náttúran gæðir manneskjuna hvötum sem verða ástæður fyrir breytni vegna þess að viðföng þessara hvata eru góð fyrir manneskjuna.22 Eignun þróast, eins og sést af því að virðing fyrir náunganum þróast út frá sjálf- hverfú. En mikilvægasta stigið í þróun manneskjunnar, segja stóumenn, og það sem býr að baki tilkomu þessarar virðingar, er þroski skynseminnar og geta mann- eskjunnar til að breyta á grundvelli skynseminnar. Þegar upp er staðið er þetta skilgreinandi eðlisþáttur okkar: „Þar sem skynsemin hefur verið gefin skynsemis- verum, vegna fullkomnari skipanar, verður þessum skynsemisverum náttúrulegt að lifa réttilega í samræmi við skynsemina."23 Þegar við erum orðin skynsamar fullorðnar manneskjur, verður það náttúruleg hvöt okkar að breyta skynsamlega. Að fylgja náttúrunni felst nú í því að fylgja skynseminni: „Því skynsemin", heldur málsgreinin að ofan áfram, „tekur yfir sem mótandi hvatanna." Hér þarf að hafa hugfast að skynsamleg breytni verður ekki réttlætt með tilvísun til nokkurs sem slík breytni tryggir. Skynsamleg breytni er markmið í sjálfu sér. Stóumenn gera því greinarmun á þeim hlutum sem við veljum og kallast „í samræmi við nátt- úruna“ og því sem er gott og vísar eingöngu til hins skynsamlega vals fullkom- innar skynsemisveru. Þessi skoðun er betur skýrð að neðan. Andstæðingar stóumanna færðu rök gegn þessari hugmynd um eignun sem þróast. Ein mikilvægasta mótbáran beindist að skrefinu frá sjálfhverfu til virð- ingar fyrir náunganum: Stóumenn gera svo lítið úr sjálfhverfunni á síðari stigum þroskasögunnar að möguleikinn á árekstri milli þessara hneigða hverfúr. Hann hlýtur þó enn að vera til staðar, sögðu gagnrýnendur, enda er sjálfhverfan nátt- úruleg hvöt.24 Onnur mótrök sneru að þeirri hugmynd stóumanna að skynsemin skipti öllu máli, en það sem skynsemin tryggði, það sem er í samræmi við náttúruna (svo sem heilbrigði) skipti engu máli. Cicero orðar gagnrýnina svo: „Eg spyr þá hvers vegna viskan hafi skyndilega sagt skilið við þessi þungvægu meðmæh náttúrunn- ar. Jafnvel þótt við leituðum æðstu gæða einhverrar annarrar skepnu en mannsins, sem samstæði af huga einum saman [...] myndi þessi hugur ekki samþykkja þetta markmið ykkar. Hann myndi nefnilega vilja heilbrigði [...]“2S 22 Sjá til dæmis Cooper 1996: 267-68. Hann telur ekki að þessi skilningur á náttúrunni sé til merkis um að náttúran sjálf sé siðferðilegt viðfangsefni (sjá 263-66), ólíkt Annas 1993:138-39. 23 Díogenes Laertíos 7.85-86. 24 Sjá umfjöllun Striker 19962: 256-61, sem rekur hversu hættuleg þessi gagnrýni er kenningu stóu- manna. 25 Um endimörk góðs og ills 4.26-27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.