Hugur - 01.06.2011, Side 67

Hugur - 01.06.2011, Side 67
65 Stðísk siðfrœði og náttúruhyggja gildi og því sem er gott felst í því að hið síðara hlýtur að gagnast manni, leiða til farsældar. Því jafnvel þótt hlutlaust viðfang með gildi sé í samræmi við nátt- úruna gæti það mögulega skaðað manneskjuna. Það ætti við um auð, sem spillir auðveldlega. Enn fremur gæti manneskja endrum og sinnum við sérstakar aðstæður ekki átt að velja hlutlaust viðfang með gildi. Aðstæðurnar gætu krafist þess að hún fórnaði heilbrigði sínu fyrir annað hlutlaust viðfang með gildi. Þá fylgir að jafnvel þótt samræmi við náttúruna gefi okkur mælikvarðann til að velja hvað skuli gera, þá er mælikvarðinn ekki alger. Hlutlaus viðföng með mikið gildi kalla stóumenn ákjósanleg (Ttporiypéva) en hin með mikið vangildi nefnast óákjósanleg. Hin fyrri myndu samsvara því sem aðrir heimspekingar nefndu líkamleg og ytri gæði. Meðal elstu stóuspekinga voru skiptar skoðanir á því hvort gera skyldi þennan greinarmun á hlutlausum viðföngum. Ariston var alfarið andvígur því.28 Fyrst ekki ætti undanbragðalaust að velja hið ákjósanlega viðfang, villti sýn að gera upp á milli þeirra og gæfi til kynna að þessi viðföng væru í raun gæði. Mótbár- an afhjúpar mikilvægan þátt í siðfræði stóumanna. Hefðu stóumenn fallist á að nákvæmlega enginn gildismunur væri á heilbrigði og heilsuleysi, bærilegum fjár- hag og sárri fátækt, væri erfitt að finna skynsamlegan grundvöll fyrir vali á öðru hvoru. Enn fremur gefur þessi flokkun stóumönnum færi á að setja þá reglu, sem venjulegt fólk gæti fylgt, að velja skyldi hluti sem eru í samræmi við náttúruna, að öllu jöfnu. Við ættum til dæmis að leggja rækt við heilbrigði. Og reyndar eru þessar reglur kjölfesta venjulegs fólks. Þær gera því kleift að gera það sem það á að gera, breyta á viðeigandi hátt. Þetta nefndu stóumenn KaflrjKOV, en Cicero þýddi með officium, sem löngum var þýtt með skyldu.29 Viðeigandi breytni og rétt breytni Viðeigandi breytni eða skylda er viss athöfn (ekki tegund af athöfnum) sem tnanneskju tilheyrir að vinna. Sem manneskjan þroskast kemur skynsemi hennar fram og verður það afl sem gerir henni kleift að velja á milli mögulegra athafna og breyta á viðeigandi hátt. Þannig lifir hún í samræmi við eigin skynsömu nátt- uru. Stóumenn skilgreina viðeigandi breytni sem „samkvæmni í lífinu, sem að breytninni lokinni hefur skynsamlega réttlætingu.“30 Samkvæmnin er samræmi yið náttúruna, en skynsamleg réttlæting er sú sem fullkomin skynsemi vitringsins hefur fram að færa. Breyti þessi fullkomni vitringur, væri breytni hans samkvæmt skilgreiningu rétt (Katópðcopa). Vitringurinn breytir ekki aðeins á viðeigandi hátt heldur nauðsynlega á réttan hátt. Þar sem viðeigandi breytni þarf ekki að velta á vali hlutar sem er í samræmi við náttúruna (t.d. heilbrigði), fyrst aðstæður gætu krafist annars vals, miðar viðeigandi breytni ekki nauðsynlega að þeim hlutlausu viðföngum sem eru ákjósanleg. Það er þó reglan sem fylgja skyldi; við eigum að Um deilu Aristons við Krýsippos, sjá Striker 1996: 231-39. 29 Um greinarmun á skylduhugtaki stóumanna og Kants, sjá Cooper 1996: 275-78. Schneewind t99ó: 285-301 skýrir greinarmuninn ekki síst með tilvísun til ólíkrar sýnar á náttúruna (297-98). 3° Stobajos 2.85.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.