Hugur - 01.06.2011, Side 68

Hugur - 01.06.2011, Side 68
66 Svavar Hrafn Svavarsson rækta heilbrigðið. Önnur viðeigandi breytni getur oltið á sérstökum aðstæðum þannig að venjuleg viðeigandi breytni þurfi að víkja; það getur verið viðeigandi, sögðu stóumenn, að taka eigið líf. Það sem kemur í veg fyrir að viðeigandi breytni sé rétt breytni er ekki breytnin sjálf, sem hlýtur að vera söm, heldur staðfesta og stöðugleiki þess sálarlífs sem einkennir hina fullkomnu skynsemisveru, sem aftur veltur á sldlningi hennar á skynsamlegri réttlætingu breytninnar. Maður getur breytt viðeigandi án þess að skilja hvers vegna maður eigi að breyta svo. Cicero útskýrir: „Þá hefur verið sýnt að velja skuli þá hluti sem eru í samræmi við náttúruna þeirra sjálfra vegna, og hafna sömuleiðis andstæðum þeirra. Fyrsta við- eigandi breytnin er [...] að varðveita sjálfan sig í náttúrulegu ástandi. Næst er að taka þá hluti sem eru í samræmi við náttúruna og hafna andstæðum þeirra. Þegar valið og höfnunin hafa verið fundin, fylgir val með viðeigandi breytni, þá samfellt val af þessu tagi, og loks val sem hefur fullkomna samkvæmni til að bera og er í samræmi við náttúruna.“31 Skynsemi, góðleiki, dyggð Manneskjur eru eðli sínu samkvæmt skynsemisverur. Að svo miklu leyti sem þær eru skynsamar, eiga þær hlutdeild í skynsemi heimsins (sem stóumenn nefna einnig „guð“, „örlög“ og „forsjón", jafnvel ,,Seif‘). Fyrir manneskjurnar felst góð- leikinn í því að þær fullkomni skynsamlega náttúru sína, skynsemina sjálfa. Þetta samband mannlegrar skynsemi og guðlegrar er mikilvægt fyrir stóumenn, því sambandinu er ætlað að útskýra hvers vegna hin fullkomna skynsemisvera breytti alltaf í samræmi við skynsamlega náttúru. Þannig einskorða stóumenn góðleik- ann við fullkomna skynsemi vitringsins og skilja hefðbundin ytri gæði eftir án siðferðilegs inntaks. Það eru hlutlausu viðföngin. Þeir færa rök fyrir því að þessi góðleiki komi manneskjunni nauðsynlega vel, enda sé hvort tveggja mannleg farsæld. Rökin fyrir samsemd skynsemi og góðleika vísa til mannlegrar reynslu. Mann- ekjur öðlast á náttúrulegan hátt og í samræmi við náttúru sína hugtakið um góð- leika. Það gefur þeim kost á að öðlast hugmyndir um hvaða hlutir séu góðir. Stóumenn útskýra það ferli með hugmyndinni um eignun. Á meðal þessara gæða eru hlutir sem eru í samræmi við náttúruna. Við metum slíka hluti mikils. Það mat gerir okkur aftur kleift að skilja algert gildi góðleikans sjálfs, aðskifið gildi þeirra hluta sem eru í samræmi við náttúruna. Þessari greinargerð þeirra er ætlað að útskýra með hvaða hætti við öðlumst skilning á sjálfri skynsemi náttúrunnar og að þessi skynsemi sé af allt öðru tagi en þeir hlutir sem eru í samræmi við náttúruna. Cicero heldur áfram: „Á þessu stigi, í fyrsta sinn, byrjar það sem kalla má sannarlega gott að vera til staðar í manneskjunni og vera skilið fyrir það sem það er. Því fyrstu nánu tengsl manneskju eru við þá hluti sem eru í samræmi við náttúruna. En jafnskjótt og hún hefur öðlast skilning [...], séð reglufestuna og svo að segja samhljóm þeirra hluta sem á að gera, þá metur hún þetta miklu meira 31 Um endimörk góðs og ills 3.20.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.