Hugur - 01.06.2011, Síða 68
66
Svavar Hrafn Svavarsson
rækta heilbrigðið. Önnur viðeigandi breytni getur oltið á sérstökum aðstæðum
þannig að venjuleg viðeigandi breytni þurfi að víkja; það getur verið viðeigandi,
sögðu stóumenn, að taka eigið líf. Það sem kemur í veg fyrir að viðeigandi breytni
sé rétt breytni er ekki breytnin sjálf, sem hlýtur að vera söm, heldur staðfesta
og stöðugleiki þess sálarlífs sem einkennir hina fullkomnu skynsemisveru, sem
aftur veltur á sldlningi hennar á skynsamlegri réttlætingu breytninnar. Maður
getur breytt viðeigandi án þess að skilja hvers vegna maður eigi að breyta svo.
Cicero útskýrir: „Þá hefur verið sýnt að velja skuli þá hluti sem eru í samræmi við
náttúruna þeirra sjálfra vegna, og hafna sömuleiðis andstæðum þeirra. Fyrsta við-
eigandi breytnin er [...] að varðveita sjálfan sig í náttúrulegu ástandi. Næst er að
taka þá hluti sem eru í samræmi við náttúruna og hafna andstæðum þeirra. Þegar
valið og höfnunin hafa verið fundin, fylgir val með viðeigandi breytni, þá samfellt
val af þessu tagi, og loks val sem hefur fullkomna samkvæmni til að bera og er í
samræmi við náttúruna.“31
Skynsemi, góðleiki, dyggð
Manneskjur eru eðli sínu samkvæmt skynsemisverur. Að svo miklu leyti sem þær
eru skynsamar, eiga þær hlutdeild í skynsemi heimsins (sem stóumenn nefna
einnig „guð“, „örlög“ og „forsjón", jafnvel ,,Seif‘). Fyrir manneskjurnar felst góð-
leikinn í því að þær fullkomni skynsamlega náttúru sína, skynsemina sjálfa. Þetta
samband mannlegrar skynsemi og guðlegrar er mikilvægt fyrir stóumenn, því
sambandinu er ætlað að útskýra hvers vegna hin fullkomna skynsemisvera breytti
alltaf í samræmi við skynsamlega náttúru. Þannig einskorða stóumenn góðleik-
ann við fullkomna skynsemi vitringsins og skilja hefðbundin ytri gæði eftir án
siðferðilegs inntaks. Það eru hlutlausu viðföngin. Þeir færa rök fyrir því að þessi
góðleiki komi manneskjunni nauðsynlega vel, enda sé hvort tveggja mannleg
farsæld.
Rökin fyrir samsemd skynsemi og góðleika vísa til mannlegrar reynslu. Mann-
ekjur öðlast á náttúrulegan hátt og í samræmi við náttúru sína hugtakið um góð-
leika. Það gefur þeim kost á að öðlast hugmyndir um hvaða hlutir séu góðir.
Stóumenn útskýra það ferli með hugmyndinni um eignun. Á meðal þessara gæða
eru hlutir sem eru í samræmi við náttúruna. Við metum slíka hluti mikils. Það
mat gerir okkur aftur kleift að skilja algert gildi góðleikans sjálfs, aðskifið gildi
þeirra hluta sem eru í samræmi við náttúruna. Þessari greinargerð þeirra er ætlað
að útskýra með hvaða hætti við öðlumst skilning á sjálfri skynsemi náttúrunnar
og að þessi skynsemi sé af allt öðru tagi en þeir hlutir sem eru í samræmi við
náttúruna. Cicero heldur áfram: „Á þessu stigi, í fyrsta sinn, byrjar það sem kalla
má sannarlega gott að vera til staðar í manneskjunni og vera skilið fyrir það sem
það er. Því fyrstu nánu tengsl manneskju eru við þá hluti sem eru í samræmi við
náttúruna. En jafnskjótt og hún hefur öðlast skilning [...], séð reglufestuna og
svo að segja samhljóm þeirra hluta sem á að gera, þá metur hún þetta miklu meira
31 Um endimörk góðs og ills 3.20.