Hugur - 01.06.2011, Side 72
7°
Svavar Hrafn Svavarsson
aðeins að velja þá hluti sem eru í samræmi við náttúruna, jafnvel þó að valið sé til
þess að öðlast.
Ábyrgð og örlög
Stóumenn aðhylltust örlagahyggju, nauðhyggju, löghyggju. Skipan náttúrunnar,
sem vitringurinn skilur og lifir eftir, er ákveðin og lögbundin. Ollu sem gerist,
öllu sem við manneskjurnar gerum, jafnvel viðhorfum okkar, er skapað að gerast
í óbrotinni keðjuverkan orsaka og afleiðinga. Þessa skipan kalla stóumenn örlög,
sem eru fullkomlega skynsamleg og góð. Það tilheyrir viskunni að viðurkenna
og jafnvel fagna stöðu manns í skipan heimsins, hvað sem á gengur: „[Zenon og
Krýsippos] héldu því fram að allt væri örlögum háð og notuðu eftirfarandi h'k-
ingu. Þegar hundur er bundinn við kerru er hann dreginn af henni og fylgir henni
ef hann vill fylga. Þannig fer hans eigin sjálfráða athöfn saman við nauðsyn. En
ef hann vill ekki fylgja kerrunni, neyðist hann eigi að síður til þess. Þannig er
einnig málum háttað með manneskjur. Þótt þær vilji ekki fylgja, neyðast þær eigi
að síður til að fara þangað sem fyrir þeim liggur að fara.“40
Ljóslega er áhrifavaldi okkar stefnt í hættu. Ef athafnir okkar eru ekki undir
okkur sjálfum komnar heldur nauðsyn og örlögum, í hvaða skilningi berum við
þá ábyrgð á þeim? Og hvers vegna ættum við yfirleitt að ígrunda og ákveða síðan,
fyrst hvað sem við gerum hlýtur lögum samkvæmt ávallt að gerast? Þetta voru
svonefnd letingjarök. Því var svarað til að ígrundun okkar sé einnig örlagabund-
in. Nú telst ábyrgð manneskju iðulega krefjast þess að henni sé frjálst að gera
annað en hún gerir. Þetta viðurkenndu stóumenn en sögðu samt ekki skilið við
nauðhyggju sína. Þeir gerðu greinarmun á tvenns konar frelsi. Þeir höfnuðu því
eðlilega að við byggjum við það valfrelsi sem gerir okkur kleift að gera eitthvað
annað en við gerum í raun. Hins vegar búum við yfir ákveðnu sjálfræði, sem gerir
okkur kleift að samþykkja vissa breytni án ytri þvingunar, og sérhver athöfn okkar
krefst samþykkis okkar. Þetta sjálfræði, segja þeir, færir okkur ábyrgð á gerðum
okkar.
Kenndir
Ráðandi hluti mannssálarinnar er alfarið skynsamur. Þessi skoðun stóumanna
gengur í berhögg við flestar aðrar kenningar um sálina, sem gera greinarmun á
skynsemis- og skynleysishluta. Þegar við breytum á svig við skynsemina, segja
þeir, er það vegna ófullkominnar skynsemi. Kenndir eða tilfinningar (náOri) eru
rangir dómar sem við fellum vegna mistaka skynsemi okkar. Ljóslega á að upp-
ræta þær. Dyggðug manneskja hefur ekki kenndir. Þetta er harkalegt viðhorf.41
Kenning stóumanna gerir ráð fyrir því að frá barnæsku hrífi heimurinn mann-
eskjuna með því að birtast á alls kyns hátt, með alls kyns skynmyndum, sýnd-
40 Hippolýtos, Afsönnun allrar viHutrúar 2.21. Um stóíska örlagahyggju, sjá Frede 2003:179-205.
41 Um kenndaleysi stóíska vitringsins, sjá Striker 19963: 270-80.