Hugur - 01.06.2011, Side 73
7i
Stóísk siðfrœði og náttúruhyggja
um. Vegna frumhvata sinna og sjálfsbjargarviðleitni sem náttúran hefur gætt
manneskjuna, og síðar vegna annarra hvata, knýja sumar sýndir manneskjuna til
athafna. Þetta eru sýndir þeirra hluta sem eru í samræmi við náttúruna. I full-
orðnum skynsemisverum eru þessar sýndir skynsamlegar í þeim skilningi að orð-
um má koma að þeim; þær hafa yrðanlegt innihald.Til að manneskja breyti (eða
sé knúin til að breyta) á ákveðinn hátt, þarf hún fyrst að samþykkja sýndina. Eftir
samþykkið getur manneskjan breytt. Samþykkið sjálft er hins vegar viðfangsefni
skynseminnar. Ef vel á að vera samþykkir skynsemisveran aðeins þær sýndir sem
stóumenn nefndu þekkjanlegar. Þær eru skýrar og greinilegar birtingarmyndir
sjálfs viðfangsins. Að öðrum kosti ætti manneskjan að fresta dómi. Geta mann-
eskjunnar til að samþykkja eða fresta dómi gæðir hana ábyrgð á eigin athöfnum.
Fyrst kenndir eru hvatir sem velta á því að manneskjan samþykki sýndir, sam-
þykki það sem kemur henni einhvern veginn fyrir sjónir, þá eru kenndir skyn-
semisdómar, en þó af ákveðnu tagi: „kennd er öfgafull hvöt sem óhlýðnast skip-
unum skynseminnar, eða hreyfing sálarinnar sem er óskynsamleg og andstæð
náttúrunni."42 Ástæðan fyrir því að kenndir eru rangir dómar er sú að þær telja
hlutlausu viðföngin til gæða, jafnvel þau sem eru í samræmi við náttúruna, en hin
sem eru andstæð náttúrunni telja þær til böls. Löngun og ánægja eru dómar um
að eitthvað gott sé innan seilingar eða til staðar (t.d. heilbrigði), en ótti og angist
eru dómar um að eitthvað slæmt sé yfirvofandi eða orðið (t.d. heilsuleysi). Þar
sem ekkert er gott eða slæmt nema dyggð og löstur, hljóta kenndirnar að vera
rangir dómar. Ofgarnar sem einkenna kenndir má skýra með því að skynsemin
glatar völdum. Krýsippos notar líkingu: „Þegar einhver gengur í samræmi við
hvöt sína hreyfast leggirnir ekki á öfgafullan hátt heldur í samræmi við hvötina,
þannig að hann getur numið staðar eða beygt þegar hann vill. Þegar fólk hleypur
í samræmi við hvöt sína er þessi ekki lengur raunin, heldur tekur hreyfingin fram
úr hvötinni, þannig að þeir æða áfram ófærir um að beygja um leið og þeir byrja.
Eitthvað svipað, held ég, gerist með hvatir þegar þær fara fram úr því sem skyn-
semin tiltekur."4-’ Þeir bættu því við að vitringurinn, sem lætur ekki hlutlausu við-
föngin hafa þessi áhrif á sig, finnur til einhvers sem í fyrstu mætti halda að líktist
kenndum, nefnilega góðum geðhrifum. Hann óttast ekki heldur er hann varkár,
finnur ekki til ánægju heldur gleði, óskar sér en langar eklú. Meginmunurinn felst
í því að þessi geðhrif vitringsins beinast aðeins að því sem er raunverulega gott og
vont. Þess vegna eru þau öfgalaus og skynsamleg. Þessi hugmynd stóumanna um
kenndir er eðlilegt framhald af kenningu þeirra um hið góða, að ekkert sé gott
uema dyggð og ekkert slæmt nema löstur, allt annað hlutlaust. Geðhrifin góðu
eru hins vegar ljóslega tilraun þeirra til að koma til móts við þá sem finnst að líf
vitringsins hljóti að vera í einhverjum skilningi ánægjulegt.
42 Stobajos 2.88.
43 Galenos, Um kenningar Hippókratesar og Platons 4.2.