Hugur - 01.06.2011, Síða 98

Hugur - 01.06.2011, Síða 98
96 Guðbjörg R. Jóhannesdóttir og Sigriður Þorgeirsdóttir (maður starir á svanina þar til þeir hverfa úr augsýn, finnur þörf fyrir að festa augnablikið á blað eða filmu, deila því með öðrum, halda því áfram á einhvern hátt). Þessa þrá eftir endurtekningu má einnig líta á sem þrá eftir því að dvelja í augnablikinu, löngun til þess að halda áfram að stara og leyfa viðfanginu að hafa áhrif á vitundina. Heimspekingar hafa oft lýst fegurð sem einhverju sem tekur á móti manni, eins og Elaine Scarry hefur bent á: „Það lyftist upp frá hlutlausum bakgrunninum eins og það komi fram til þess að bjóða þig velkomna - eins og það væri hannað til þess að henta skynjun þinni“.13 Það eiga sér sem sagt stað ein- hverskonar samskipti: Fegurð er ákall, hún kallar á athygli mína og þegar athyglin hlýðir kallinu býður fegurðin mig velkomna og veitir mér aðgang að viðfangi sínu - hún leyfir mér að opna skilningarvitin á þann hátt að viðfangið birtist mér í allri sinni eigin veru; vera þess óháð öllu öðru skín. Afmiðjun sjálfsins Nauðsynlegur fylgifiskur þessarar einföldu þrár eftir endurtekningu, því að opna sig fyrir og dvelja við fegurðaraugnablikið, er það sem Scarry kallar róttæka af- miðjun (e. radical de-centering)\ A augnablikinu sem við sjáum eitthvað fallegt, göngumst við undir rót- tæka af-miðjun. Fegurð, samkvæmt Simone Weil, krefst þess af okkur að við „gefum upp á bátinn ímyndaða stöðu okkar í miðjunni“ [...]. Þegar við mætum faUegum hlutum [...] virka þeir eins og litlar rifur í yfirborð heimsins sem draga okkur inn í stærra rými [...] eða þeir lyfta okkur, láta jörðina snúast fyrir neðan okkur um nokkra sentímetra, svo að þegar við lendum finnum við að við stöndum í annarskonar tengslum við heiminn en við gerðum áður. Það er ekki það að við hættum að standa í miðju heimsins, því við stóðum aldrei þar. Frekar hættum við jafnvel að standa í miðju okkar eigin heims. Við víkjum viljandi til hliðar fyrir því sem við stöndum frammi fyrir.14 Þessi lýsing gefur til kynna vitund sem vaknar um að við erum vegna þess að við erum hluti af stærri heild. Þegar við finnum samhljóm með þessari heild, af-miðjumst við er við verðum þess áskynja að mörk sjálfsins verða óljós vegna samruna við eitthvað meira og stærra en það. Scarry vitnar einnig í Iris Murdoch, en hún kallaði þessa af-miðjun sem fegurðarupplifunin skapar „af-sjálfun“ (e. un-selfing). Samkvæmt Murdoch er feg- urð „það augljósasta í umhverfi okkar sem kallar á ,af-sjálfun‘“.15 Um leið og þessi af-miðjun eða af-sjálfun á sér stað öðlumst við annarskonar aðgang að heiminum, því sem fyrir augu okkar (og önnur skilningarvit) ber. I stað þess að ég-ið sé miðj- 13 Scarry 2001: 24-25. Hún nefnir m.a. Hómer, Platon, Tómas af Akvínó, Plótínos og Dante sem dæmi um heimspekinga sem lýsa fegurð á þann hátt. 14 Sama rit: 111-112. 15 Sama rit: 113.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.