Hugur - 01.06.2011, Page 100

Hugur - 01.06.2011, Page 100
98 Guðbjörg R. Jóhannesdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir að slá því fram að fegurðin gæti bjargað heiminum. Þessir höfundar benda á mikilvægi fagurfræðilegs uppeldis og það ætti að kenna okkur að fegurð æfir okkur m.a. í því að setja eigið sjálf til hliðar og veita hinum eða hinu fulla athygli sem sjálfstæðri veru eða tilvist. Fegurðarreynsla er enn fremur eitthvað sem við leitumst við að upplifa aftur þannig að við förum ósjálfrátt að leita að fegurð í öllu og öllum. Er þá ekki hægt að læra af reynslunni af fegurð að bera virðingu fyrir allri þeirri fegurð sem við getum séð hvar sem við leitum ef við viljum: í annari manneskju, orðum hennar og athöfnum, í náttúrunni, í samfélaginu? Ef þessi skilningur á fegurð er hafður að leiðarljósi er Ijóst að hverju samfélagi og einstaklingi er líklega hollt að veita fegurð mun meiri athygli. Fegurð er ekki einungis uppspretta ánægju og hluti af hamingju manna. Fegurð getur hjálpað okkur að þróa með okkur dýpri siðferðisvitund (þótt hún ein og sér dugi ekki til), og hún getur einnig hjálpað okkur að skapa betri samfélög vegna þess hvað fagur- fræðilegir þættir hafa djúp áhrif á líðan okkar í amstri dagsins. I bók sinni Sensibility and Sense: TheAesthetic Transformation of the Human World gerir Arnold Berleant hið fagurfræðilega að kjarnanum í hugleiðingum sínum um mannlega tilvist.18 Að hans mati leikur hið fagurfræðilega mikilvægt hlutverk í allri mannlegri reynslu og í bókinni leitast hann við að varpa ljósi á merkingu og mikilvægi þessarar reynslu. Þessi útvíkkun fagurfræðilegrar slrynjunar með því að líta á hana sem vídd í margs konar skynjun tekur upp hina upprunalega merk- ingu gríska orðsins aisthesis. Hið fagurfræðilega er hrein og milliliðalaus skynjun okkar á veruleikanum, og slík skynjun er upphafspunktur allrar okkar þekkingar og gilda. Oll okkar gildi, siðferðileg, félagsleg og pólitísk, hafa samkvæmt þessum skilningi á aisthesis fagurfræðilegan undirtón vegna þess að upphaf allrar reynslu og hugsunar felst í beinni skynjun okkar á veruleikanum. Skynjun er auðvitað aldrei algerlega bein og milliliðalaus; hún rennur alltaf í gegnum margbreytilegar síur menningar og merkingar. En fagurfræðileg skynjun er eins hrein og skj'njun getur orðið vegna þess að á hinu fagurfræðilega augnabliki eru skilningarvit okkar algerlega opin íyrir því að skynja hlutina eins og þeir eru án nokkurrar vísunar til okkar eigin hagsmuna eða fyrirframgefnu hugmynda um þá. Þörf og þrá „Eigin hagsmunir“ vísa í samhengi þessarar fagurfræðilegu slrynjunar í beinar þarfir okkar sem við leitumst við að fullnægja. Þess vegna er nauðsynlegt að greina á milli fullnægju þarfa annars vegar og þrár hins vegar. Þráin eftir fegurð telst til hagsmuna að því leyti sem hún er liður í vellíðan og hamingju, en hún er ekki þörf í þrengri skilningi sem hefur meira með stjórn og eignarhald að gera. Þráin gefur sig einhverju öðru á vald, líka vegna þess að hún hrífst með og af því. Að því leyti er hún borin uppi af ást til hins fagra. Hugsanlega er það eini mögulegi tengiliður fagurfræði og siðfræði. Það er ekki fegurðin sjálf sem fær okkur til þess að reyna að gera heiminn betri, heldur upplifun af fegurð hans sem vekur 18 Berleant 2010.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.