Hugur - 01.06.2011, Síða 101
Endurheimtfegurðarinnar á tímum náttúrunnar
99
umhyggju fyrir lífi okkar í heiminum, eins og Páll Skúlason hefur fjallað um í bók
sinni Hugleiðingar við Ofyfy.James Hillman kemst að áþekkri niðurstöðu. Hann
spyr hvað geti hreyft þannig við okkur að við getum orðið áskynja og meðvituð
um ástand vistkreppu og geti jafnframt hvatt okkur til dáða til að breyta lífi okkar
til að bregðast við þessari kreppu. Er það siðferðileg skyldutilfinning í anda Kants,
undrun yfir mikilleika náttúrunnar og virðing fyrir henni, eða jafnvel sektarkennd
vegna ótta um að menn eyðileggi jörðina og eyði þannig sjálfum sér? Hillman
kemst að þeirri niðurstöðu að það sé einungis ástin sem geti hvatt okkur til þess
að breyta þeim viðhorfúm okkar til náttúrunnar sem hafi leitt til vistkreppu. „Að-
eins ástin dugar til, þrá til heimsins" og að hans mati er ástleysi til heimsins rótin
að vistkreppu samtímans.19
Fagurfrœði ogfyrirbærafræði
Þessar hugmyndir um ást og tengsl byggja á reynslu af fegurð og þá erum við
komin að tengslum milli fagurfræði og fyrirbærafræði. Berleant bendir á að fagur-
fræði og fyrirbærafræði deili tveimur megináherslum: áherslunni á það að fresta
öllum fyrirframgefnum viðhorfúm og skoðunum, og áherslunni á skynjunina.
Þetta er einmitt það sem Merleau-Ponty benti á í skrifúm sínum um Cézanne og
fleiri listamenn; fagurfræðileg nálgun Cézanne sem fólst í því að skynja bara til
þess að skynja og reyna að festa einhverskonar hreina skynjun á veruleikanum á
striga á margt sameiginlegt með fyrirbærafræðilegri nálgun.
Bein skynreynsla af þessu tagi er þannig sú skynjun sem liggur öllu til grund-
vallar, í henni felast frumstæðustu kynni okkar af veruleikanum, áður en við náum
að hugtaka hann og mynda okkur skoðanir um hann. En þessi kynni, frumstæð
sem þau eru, hafa áhrif á líðan okkar, og sú vellíðan eða vanh'ðan sem reynslan
veitir okkur er einn helsti áhrifavaldur og drifkraftur hegðunar og breytni. Gæði
skynreynslunnar verða á þennan hátt fyrsti og síðasti mælikvarðinn á velgengni
samfélaga.20 Þannig tengir Berleant hið fagurfræðilega við hið félagslega: með því
að benda á að það hvernig við skynjum umhverfi okkar, landslagið sem við dvelj-
um í, hefur mikilvæg áhrif á hfsgæði okkar, hvort sem það er náttúrulegt landslag
eða borgar/bæjarlandslag.21
Ef fegurð er það nafn sem við gefum upplifun af jákvæðum tengslum okkar
við hvert annað og umhverfi okkar, ætti hún að gegna veigameira hlutverki þegar
við tökum ákvarðanir um það hvernig aðstæður við sköpum í gegnum umhverfis-
skipulag. Þar fyrir utan þarf að leggja áherslu á að það þurfi að þroska með fólki
fegurðarskyn í skólum og uppeldi. Fegurð og ljótleiki eru ekki lengur skilgreind út
frá yfirborðseiginleikum, heldur út frá þeim tengslum sem fagurfræðileg skynjun
19 Hillman 1998: 264. Hannah Arendt er þeirrar skoðunar að pólitísk kreppa einkennist af ástleysi
til heimsins og að amor mundi sé leið til þess að vinna sig út úr henni og endurskapa vettvang
stjórnmála.
20 Berleant 2010: 9-ro.
21 Slík ábending birtist raunar einnig í Evrópska landslagssáttmálanum, en þar er hugtakið landslag
notað til þess að fanga þessa vídd mannlegrar reynslu og gilda.